Kókos trufflur

Það sem til þarf er:

40 stk.

230 gr. mjúkur rjómaostur

130 gr. fínt kókosmjöl, ristað ljós gyllt + aðeins meira til að setja ofan á

130 gr. Nilla kex, eða vanillu kremkex frá Crawford, kremið skafið af

65 gr. Saltkaramellu sósa frá Stonewall

200 gr. súkkulaði, ég blanda saman suðu- og mjólkursúkkulaði

1 msk. kókosolía

Sjávarsalt flögur

Við sem elskum Bounty súkkulaði og allskonar kókos kökur og nammi, getum glaðst núna. Þessar truflur eru truflaðar fyrir okkur, svakalega einfaldar og hrikalega gómsætar. Ef þú færð ekki Nilla kex er ekkert mál að skipta því út fyrir vanillukexið frá Crawford, þetta í sellófapakkningunni sem er til í öllum búðum. Það má frysta trufflurnar, ef þú vilt :-)

Svona geri ég:

Kexið er marið nokkuð fínt í plastpoka með kökukefli. Bökunarplata er gerð klár með bökunarpappír. Rjómaosturinn er þeyttur í hrærivélaskál þar til hann er ljós og léttur. Kókosmjöl, kex, og karamellusósa er hrærð útí. Litlar kúlur eru skammtaðar með lítilli skeið eða melónu kúlujárni og settar á bökunrplötuna með jöfnu millibili. Plötunni er stungið í frysti i um 45 mín. eða 1 klst. Helmingurinn af súkkulaðnu og kókosolían er brætt yfir vatnsbaði, síðan er restin sett út í heitt súkkuaðið og látið bráðna. Kökosmjöli og saltflögum er blandað saman í litla skál. Kökugrind er gerð klár með bökunarpappír undir, síðan er köldum trufflunum er velt upp úr heitu súkkulaðinu og settar á grindina svo umfram súkkulaðið leki af þeim. Smá klípa af kókos-salt blöndunni er er sett efst á hverja kúlu. Látið kólna þar til súkkulaðið storknar, setta í box og geymt í ísskáp.

Verði þér að góðu :-)

Crazy gott 🥥😉