Sykurbrúnaðar kartöflur

Það sem til þarf:

F. 4

1 kg. kartöflur

150 gr. sykur

80 gr. smjör

Hátíðar- eða sunnudag meðlæt, fyrir þá sem fá sér stundum sunnudaglæri eru sykurbrúnaðar kartöflur algjört möst. Ef þú ert ekki vön að búa þær til, ekki fara í pat ef sykurinn fer í kekki, hækkaðu aðeins hitan og gefðu honum smá tíma, hann bráðnar. Einfalt og dásamlegt!

Svona geri ég:

Kartöflur eru soðna í 15. mín., eða þar til þær eru næstum soðnar. Þá eru þær, skrældar og skornar í hæfilega bita. Sykurinn er settur í hrúgu á miðja stóra pönnu og hitinn stilltur frekar hátt. Þegar sykurinn fer að bráðna í jöðrunum og brúnast aðeins, er smjörið sett á pönnuna og látið bráðna á meðan sykurinn er hrærður saman við smjörið. Þá er kartöflunum bætt út á pönnuna og hrærðar upp úr sykurbráðinni, hitinn er lækkaður. Kartöflunum er velt upp úr sykur massanum, þar til þær eru heitar í gegn og þeim leyft að brúnast án þess að brenna. Ef svo vill til, að sykurinn fer í kekki, er smávegis af vatni bætt á pönnuna og hitinn lækkaður aðeins meira og eftir smástund bráðnar sykurinn og kartöflurnar eru tilbúnar. Bornar á borð sjóandi heitar.

Verði þér að góðu :-)

Hátíðlegt 🎄