G&T með Rósmarin kústi

Það sem til þarf er :

1x Gin

Tonic

Klaki

Lime í sneiðum, til skrauts og útí

Rósmarin greinar

Það er dimmt og vindurinn urrar fyrir utan gluggana :-( Éeeen.... það er föstudagskvöld og...... svo Þá er best að setja góða músik í gang, eins og t.d. nýja diskinn hans Robbie Williams, Swings both ways, sem ég keypi fyrir jólin, sem mér finnst hann frábær :-) Kveikja á fullt af kertum og ná í klaka í frystinn, og blanda í tvo G&T með krydd kústi og bjóða mínum heitt elskaða uppá drykk og góða músik, að ég tali nú ekki um gott komaný..... ;-)

Ég er viss um að þú kann þetta ;-)

Klaki settur í hátt glas, 1faldur eða 2faldur af þeirri tegund af Gini sem þér finnst best, smá kreista af lime safa, svo er gott að merja nokkrar af nálunum á rósmarin greininni og hræra í Gininu með henni til að hún láti frá sér olíur í drykkinn. Svo er bara að fylla upp af ísköldu Tonic, halla sér aftur í stólinn og njóta þess a vera til....

Happy drinking :-)

G&T..... :-D