Eggjakaka með hvítlaukssveppum

Það sem til þarf er:

f. 2

3 egg

2-3 msk. matreiðslurjómi eða kaffirjómi

1 box sveppir, í sneiðum

3 msk. smjör

1/2 hvítlauksrif, marið

1 msk. ítölsk steinselja

2-3 msk. rifinn ostur ef þú vilt (Jarlinn eða Ísbúi er mitt 1. val)

Salt og pipar

Gott með:

Nokkur lauf af klettasalati

Kirsuberjatómatar

Enn ein sunnudags uppskriftin. Dekur morgunmatur á sunnudegi er uppáhalds ;-)

En svona er þessi:

Eggin eru brotin í skál, rjómanum hellt útí, saltað og piprað og svo er allt þeytt vel saman með písk. Sveppirnir eru skornir í miðlungs þykkar sneiðar og ristaðir í 2 msk. af smjörinu, síðan er hvítlauknum og steinseljunni bætt útí sveppina og steikt í örllitla stund lengur, sett til hliðar á disk. Svo ræður þú hvort þú gerir eina stóra eggjaköku eða skiptir hrærunni í tvennt og steikir tvær minni, ég steikti tvæt litlar. Lítil panna er hituð á miðlungshita, helmingnum af eggja-hrærunni er hellt á pönnuna, og steikt í smástund, þá er helming af sveppunum lagður á annan helming kökunnar ásamt klípu af smjöri og smá osti ef þú nota hann.

Það er gott að velta pönnunni aðeins svo það dreyfist vel úr eggjahrærunni, síðan er kakan lögð saman og steikt í smástund, svo snúið yfir og steikt á hinni hliðinni í örlitla stund. Það þaf varla að taka fram meðlæti, sem getur verið smá salat og tómatur eða ristað brauð með góðu marmelaði eða sultu, djús og sterkt kaffi eða gott te.

Verði þér að góðu :-)

Bon apétito :-)