Rauðlaukur með oregano og balsamic ediki

Það sem til þarf er:

F. 4

Laukurinn:

4 meðalstórir rauðlaukar

2 msk. ólívu olía

2 msk. balsamic edik

1 msk. + 1 tsk. ferskt oregano, saxað

1/8 tsk. salt

1/8 tsk. nýmalaður svartur pipar

Glasseringin:

1 msk. balsamik edik

1 tsk. Dijon sinnep

2 msk. ólívu olía

1/8 tsk. salt

1/8 nýmalaður svartur pipar

Mér finnst bakaður rauðlaukur hrikalega góður, sem meðlæti með allskonar steikum.  Hann býður upp á svo margar útfærslur, að hann er aldrei eins.  Hér er ein sem ég geri oft og er mjög góð.  Endilega prófaðu ;-)

Svona geri ég:

Laukurinn:  Ofninn er hitaður í 200°C.  Rótin á lauknum er hreinsuð af öllum lausum rótaendum og endinn skorinnaf, en annars er restin skilin eftir.  Laukurinn er skorinn í tvennt eftir endilöngu og skrældur, síðan er hann skorinn í fjóra hluta hver helmingur.  Lauknum er pakkað þétt í 20 cm eldfast fat  1 msk. af óreganó, ólívu olían, balsamic edikið, salti og pipar er dreift yfir , án þess að hræra í lauknum.  Álpappír er settur yfir fatið og því síðan stungið í ofninn og bakað  í 30 mín.  Þá er álpappírinn tekinn af fatinu og bakað áfram í 30 mín., í viðbót.  

Glasseringin:  Öllu nema olíunni er blandað saman í skál.  Olíunni er hellt rólega út í á meðan hrært er í stöðugt á meðan.  Blöndunni er hellt yfir laukinn án þess að hræra í honum og bakað áfram í 15-20 mín. Tekið úr ofninum og restinni af óreganóinu er dreift yfir og borið á borð.

Verði þér að góðu ;-)

Jumm jumm..🧅