Sú besta

Það sem til þarf er:

Ca. 40 stk.

260 gr. hveiti

100 gr kakó, sigtað

1 tsk. matarsódi

1/ tsk. salt

130 gr. smjör, mjúkt

90 gr. sykur

90 gr. púðursykur

2 egg

1 tsk. vanilludropar

170 gr. mjólkur súkkulaði, saxað

170 gr. dökkt súkkulaði, saxað

Skraut, ef þú vilt:

Ruby súkkulaði

Sjávarsalt flögur

Perlukúlur, kökuskraut

Rautt matarglimmer

Gleðin sem brýst út í hjartanu, þegar maður bítur í fyrsta sinn í smáköku sem þú ert að prófa og hún uppfyllir alla súkkulaðidrauma manns, það er engu líkt, hreinn unaður. Maður er kannski smá klikk þegar jólasmákökurnar eru annars vegar, ja allavega ég ;-) Skammtur að þessum kemur þér í toppsætið hjá fölskyldunni, svo sláðu til og bakaðu skammt fyrir hana, eða bara fyrir þig sjálfa, þú átt það skilið ;-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C og bökunarplötur með bökunarpappír eru gerðar klárar. Hveiti, sigtað kakó, matarsódi og salt, er hrært saman í meðalstórri skál. Mjúkt smjör og báðar sykurtegundirnar, eru þeyttar saman, létt og ljóst. Einu eggi í einu er hrært saman við, síðan er vanillunni bætt út í. Þurrefnunum er hrært varlega saman við og söxuðu súkkulaðinu, hrært með sleif út í deigið. Ef þú átt deig skammtaraskeið, sem er eins og lítil ískúluskammtari, þá skaltu nota hana, til að skammta deigið á bökunarplötuna, annars skaltu nota desertskeið til að skammta það. Bakaðar í 10-12 mín., síðan settar á grind og látnar kólna. Ef þú er glysgjörn eins og ég :-) er bleika súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og hellt í lítinn sprautubrúsa, þegar það er fljótandi, til að sprauta yfir kökurnar, en það er líka hægt að nota teskeið til að drussa súkkulaðinu yfir þær. Svo leyfir þú ímyndaraflinu að njóta sín og skreytir af hjartans lyst, eða sleppir því alveg.

Verði þér að góðu :-)

Unaður að bíta í 🥰😍