Silungahrogn og radísur á snittu

Það sem til þarf er:

Gott óseytt rúgbrauð

Rjómaostur

Silungahrogn

Radísur, þunnskornar

Vorlaukur, í þunnum sneiðum

Þessar snittur eru roslaega góðar, ef þú ert fyrir hrogn, eins og ég. Það tekur enga stund að smyrja nokkrar svona, þegar mann langar að hangsa yfir einhverju góðu að narta í með, köldu glasi af hvítu eða búbblí. Ég hef þær oft með Bökuðum aspas með Dijon sósu. Fyrir okkur sem erum orðin ein heima á fösludagskvöldum er þetta kósý kvöldmatur fyrir tvo, með engu veseni :-)

Svona gerum við:

Brauðsneiðarnar eru ristaðar í smástund í brauðristinni. Þær eru smurðar með góðu lagi af rjómaosti og skornar á ská þi tvennt. 1 teskeið af hrognum er sett á hvern helming. Radísurnar eru skolaðar og þerraðar og skornar í þunnar sneiðar á mandólíni, eða eins þunnar og þú getur með hníf. Nokkrum sneiðum er raðað á brauðið og síðan eru vorlauksneiðar settar ofaná, nammi.

Verði þér að góðu :-)

Dásamleg 🤗