Rækjubrauðterta með 

Corn Relish

Það sem til þarf er:

F. 6-8

1 formbauð

1 dós sýrður rjómi

400 gr. majónes 

5 harðsoðin egg, söxuð

1 dós grænn aspas

250 gr. afþýddar rækjur + meira til að skreyta með

1/2 krukka Corn Relish, frá Stonewall Kitchen + meira til að skreyta með

Til að skreyta með:

Gúrka

Litlir tómatar

Rækur

Söxuð steinselja

Þessi gamla góða :-)   Ég gæti næstum því sagt að uppskriftin sé jafngömul mér, en ég geri henni það ekki, hún er eitthvað yngri ;-)  Mamma gerði þessa brauðtertu oft, þegar það var boðið í sunnudagskaffi heima, eða afmæli og hún sló alltaf í gegn.  Corn Relish er kryddmauk, með korni að sjálfsögðu og spicy karrí bragði, mjög gott.  En, svo var allt í einu var hætt að flytja inn, þetta dásamlega kryddmauk og þá var engin brauðterta lengur :-(  En, þegar farið var að flytja inn vörur frá Stonewall Kitchen, sá ég þessa dásemd í hillunni í búðinni og þá varð Anna B. glöð og fór með krukku heim.

Svona geri ég:

Sýrður rjómi og majónes er þeytt saman í stórri skál.  Harðsoðnu  eggjunum, rækjum, aspas og Corn Relish er hrært út í majónesið, smakkað til.  Skorpan er skorin af brauðsneiðunum og brauðið tætt niður og hrært út í majónesblönduna.  Maukið er sett í leir eða gler pæform, eða í skál, með háum köntum og sléttað úr því.  Plast filma er sett yfir formið og því stungið í ísskápinn yfir nótt.  Formið er tekið úr ísskápnum og svo skreytir þú brauðtertuna eins og þú vilt.  Borin á borð með stórri skeið.

Verið þér að góðu :-)

Gamla góða og besta 💞