Grilluð paprikusúpa

Það sem til þarf er:

f. 3-4

3-4 stórar rauðar paprikur (ca. 800 gr.)

3 solo hvítlaukar, með hýðinu, skornir í tvennt

2 msk. ólífu olía

1/2 laukur, saxaður

1 1/2 msk.  tómat paste

1 1/4 tsk. cumin

1/2 tsk. reykt paprika

1/2 tak. salt

Cayanne pipar á hnífsoddi

2 bollar grænmetissoð

1/4 bolli vatn

1/2 msk. arrowroot eða maismjöl til að þykkja með

Meðlæti:

Nachhos, með salti

Avokado, í bitum

Kóránderlauf, söxuð

Fetaostur, mulinn

Nýmalaður svartur pipar

Er rjúkandi heit súpa ekki oft svarið við spurningunni:  Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Það finnst mér allavega, sérstaklega á haustin.  Þessi er bragðmikil og silkimjúk, svo er ekki verra að það er allskonar fínerí sem þú setur útí hana, til að gera hana að þinni.  Prófaðu bara!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 230°C.  Paprikurnar eru skornar í tvennt, hvítu himnurnar fjarlægðar og þær fræhreinsaðar.  Settar á ofnplötu í efri hluta ofnsins og hvítlaukarnir eru settir inná milli. Ristaðar í ofninum þar til þær eru svartar á bakinu ca. 20 mín.  Hvítlaukurinn er tekinn til hliðar en paprikurnar eru settar í plastpoka og honum lokað.   Þær eru látnar svitna í pokanum í allavega 10 mín.  Þá eru þær teknar ú pokanum og látnar kólna svo það sé hægt að klípa skinnið af þeim með fingrunum, því er hent.  Hýðið er líka tekið af hvítlauknum.  Olían er hituð  stórum potti, laukurinn og hvílaukurinn og smá salt er látið krauma í 5-10 mín., hrært í við og við.  Tómat paste, cumin, papriku, salti og cayanne pipar er  bætt útí og látið malla í smástund, hrært í á meðan.  Þá er paprikun-um bætt í pottinn og soðið rólega í 15 mín. Á síðustu mínútunum er arrowroot eða maismjöl sett í súpuna og hún látin malla um stund á meðan hún þykknar.  Látin kólna í 5 mín.  Súpan er svo sett í blandarann í nokkrum skömmtum. Ekki fylla meira en í 1/2 í bland-arakönnuna í einu og muna að  setja visku-stykki yfir lokið, svo gufan brenni þig ekki.  Það má líka nota töfrasprota og stinga honum ofaní pottinn og mauka hana þannig.

PASSA SIG AÐ BRENNA SIG EKKI

Ef þér finnst súpan of þykk má þynna hana með vatni.  Skipt á milli skála og borin á borð með söltum nachos, kóriander, muldum feta, avokadobitum og nýmöluðum svörtum pipar.

Verði þér að góðu :-)

Eldrauð og æðisleg 🫑🌶️