Bakað gnocchi með kjúlla og osti

Það sem til þarf er:

F. 4-6

1 poki (500 gr.) af tilbúnu fersku gnocchi, soðið skv. leiðb. á pakka

Í Bolognese sósuna:

2 msk. ólívu olía

6 sneiðar bacon, saxað fínt

1 laukur í þunnum sneiðum

1 stór gulrót rifin

1 box sveppir, í sneiðum

3 sóló hvítlaukar, marðir

1/2 tsk. pul biper, eða rauðar chili flögur

Sjávarsalt

2 tsk. fín saxað rósmarín

2 msk. tómat purré

2 msk. soja sósa

1 tsk. Fond kjúklingakraftur

500 gr. kjúklingalundir, hakkaðar

2 dósir kirsuberja tómatar

Ofan á:

200 gr. ferskur mozzarella, rifinn

Rifinn Parmesanostur

Handfylli söxuð fersk steinselja

Dásamlegur fjölskyldumatur!! Mér finnst gnocchi rosalega gott, enda, hvað er ekki að elska, dásamlega mjúkt kartöflupasta? Í Bolongese sósunni er hakkaðu kjúklingur, sem gerir hana aðeins léttari en með nautahakki, bacon og fullt af góðu grænmeti. Ofan á er þykkt dásamlegt þykkt lagi af bráðnum mozzarella- og Parmesan osti, ó mæ...... allt bakað í einni pönnu í ofninum. Endilega prófaðu!!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C. Kjúklingurinn er hakkaður í matvinnsluvél. Olían er hituð í stórri hitaþolinni pönnu, bacon, laukur, gulrætur, sveppir, hvítlaukur er steikt á pönnunni ásamt, rauðum piparflögunum, rósmarín og salti. Lokið sett á pönnuna og látið malla í 15 mín., hrært í viðog við. Tómatmaukið, soja er bætt útá pönnuna ásamt kjúklingnum og steikt áfram, hakkið er brotið upp með spaða á meðan. Tómötunum er bætt út á og 1/2 dós af vatni bætt í maukið og kjúklingakraftinum látið malla áfram þar til sósan er orðin þykkari í ca. 20. mín., smakkað til með kryddi. Á meðan er gnocchiið soðið skv. leiðb. á pakka. Síað í sigti og bætt út í sósuna. Osturinn er rifinn og dreift yfir. Bakað í 25-30 mín. þar til rétturinn er búbblandi og osturinn gylltur. Tekið úr ofninum og steinselju stráð yfir.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlegt 🍜