Marshmellow pops

Það sem til þarf er:

1 poki Marshmellows (ég nota með blönduðum litum,það er mismunandi bragð af þeim)

150 gr súkkulaði (sama hvort það er ljóst, dökkt eða hvítt)

Það nammi sem þér dettur í hug

Langir trépinnar

Það er upplagt að leyfa krökkkunum að taka þátt í því að búa til þessa syndsamlega góðu pinna. Þeir eru alls ekkert endilega krakkanammi, svo eru þeir fallegir á borði.

En svona föndrum við:

Sykurskraut, hnetur, kókos, eða t.d. Werthers karamellu brjóstsykur eða Kanelbrjóstsykur (fæst í Mega Store í Smálalindinni).  Þú byrjar á því að þræða einn sykurpúða á pinnana, síðan bræðirðu súkkulaðið yfir vatnsbaði. Mér finnst best að smyrja súkkulaðinu á púðana með testkeið, og byrja á aðþekja þann enda sem pinninn er á og smyrja aðeins uppá pinnann svo þetta festinst vel saman, svo dýfir þú sykurpúðanum í það nammi sem þú ert búin að útbúa.  Ef þú notar brjóstsykurinn er best að setja hann í blandara og púlsa hann í duft, það er skemmtilegt hvernig hann harðnar í súkkulaðinu, mjög krönsý.  Í  þessu eins og svo mörgu er það bara hugmyndaflugið sem stoppar okkur í að setja saman allskonar góðgæti.

Verði þér að góðu :-)

       Krúttmolar🍭