Súrdeigs grunnur

Það sem til þarf er:

Rúgmjöl

Hveiti

Vatn

2-3 rúmgóðar glerkrukkur með loki

Er nokkuð betra en að eiga gæludýr í krukku sem gefur og gefur, þegar gerskortur er að setja allt a hliðina?  Ég er auðvitað að tala um súrdeigs grunn.  Það er ekki mikið mála að gera grunninn, nema smá þolinmæði og tíma.  Brauðin sem hægt er að baka úr grunninum eru engu lík, hreinlega laaaaang best.  Ég gæti skrifað lengi um ágæti súrdeigsbrauða, en þú mundir örugglega ekki nenna að lesa það, heldur viltu koma þér að verk, er það ekki?  Nú byrjar fjörið ;D

Svona gerir þú:

Nú getur þú prófað hvort grunnurinn er tilbúinn til að baka úr með því að taka 1 tsk. af honum og láta hann detta í glas af vatni.  Ef hann flýtur er hann tilbúinn til að baka úr.  Ef ekki, þá skaltu fóðra hann aftur eins og í 5. lið.  Ef þú bakar oft lætur þú grunninn standa á borðinu og "matar" hann daglega.  Ef þú bakar sjaldan, eins og ég, skaltu geyma grunninn í ísskápnum og "mata" hann einu sinni í viku, eða á 10 daga fresti.  

Það er upplagt að safna saman og geyma það sem verður afgangs af grunninum eftir "mötun" í stórri krukku í ísskápnum.  Það má nota hann til að búa t.d. til dásamlegar súdeigsvöfflur eða morgunverðar pönnukökur.

Gangi þér vel, þú hefur eignast góðan vin, sem gefur svo mikið af sér ;-)

Gefur og gefur og gefur..... 😅