Cheddar- og parmesan bitar með reyktri papriku og rósmarín

Það sem til þarf er:

ca. 45 stk.

125 gr. mjúkt smjör

1 msk. flórsykur

 1 tsk. cumin

1 tsk. reykt paprikuduft

80 gr. sterkur cheddar ostur

50 gr. rifinn parmesan ostur

2 tsk. kúmenfræ

2 tsk. saxað ferskt rósmarínlauf

110 gr. hveiti

50 gr. maismjöl (gróft eins og polenta)

Salt á hnífsoddi

Ofan á kökurnar:

1 egg, þeytt

Rósmarín greinar

Gróft sjávarsalt

Ok, hvernig er hægt að lýsa þessum litlu bitum?   Eitt orð flýgur fram í hugann, ÓMÓTSTÆÐILEGAR!!!   Ég segi ekki meir!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í  160°C, á blæstri.  Smjör, flórsykur, cumin og paprika er þeytt létt og ljóst.  Þá er báðum ostunum hrært varlega útí ásamt  kúmeni og rósmaríni. Að lokum er hveiti og maismjölinu ásamt salti bætt útí og hrært í samfellt deig.  Deigið er sett á bökunarpappír og annað lag af pappír lagt ofaná deigið og það er svo flatt út, þar á milli með kökukefli þar til það er eins og 100 kr. peningur.  Sett í kæli og kælt.  Þegar degið er tilbúið til að baka, eru stungnar út kökur sem eru um 5 cm í þvermál, penslaðar með þeyttu ekki og söxuðu rósmaríni og grófu sjávarsalti dreyft yfir.  Kökunum er raðar á pappírsklædda bökunarpötu og bakaðar í 16-17 mín.  Hægt er að frysta óbakað deigið.

Verði þér að góðu :-) 

ÓMÓTSTÆÐILEGAR!!!