Cheddar- og parmesan bitar með reyktri papriku og rósmarín

Það sem til þarf er:

ca. 45 stk.

125 gr. mjúkt smjör

1 msk. flórsykur

 1 tsk. cumin

1 tsk. reykt paprikuduft

80 gr. sterkur cheddar ostur

50 gr. rifinn parmesan ostur

2 tsk. kúmenfræ

2 tsk. saxað ferskt rósmarínlauf

110 gr. hveiti

50 gr. maismjöl (gróft eins og polenta)

Salt á hnífsoddi

Ofan á kökurnar:

1 egg, þeytt

Rósmarín greinar

Gróft sjávarsalt

Ok, hvernig er hægt að lýsa þessum litlu bitum?   Eitt orð flýgur fram í hugann, ÓMÓTSTÆÐILEGAR!!!   Ég segi ekki meir!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í  160°C, á blæstri.  Smjör, flórsykur, cumin og reykt paprika er þeytt létt og ljóst.  Þá er báðum ostunum hrært varlega út í ásamt  kúmeni og rósmaríni. Að lokum er hveiti og maismjöli, ásamt salti bætt út í og hrært saman í samfellt deig, gott er að móta það í flata köku og pakka því svo í plast. Degið er sett í kæli og kælt í 1 klst.  Þegar á að baka úr deiginu er það sett á  örk af bökunarpappír og annað lag af pappír sett ofan á deigið, síðan er það flatt út, á milli pappírsarkanna, með kökukefli þar til það er eins og 100 kr. peningur á þykkt.   Deigið er penslað með þeyttu eggi, söxuðu rósmaríni og grófu sjávarsalti  svo dreyft yfir, síðan eru stungnar út kökur, sem eru um 5 cm í þvermál.  Kökunum er raðað á pappírsklædda bökunarplötu og þær bakaðar í 15-17 mín.  Hægt er að frysta óbakað deigið. 

Verði þér að góðu :-) 

ÓMÓTSTÆÐILEGAR!!!