Gráðaostastangir

Það sem til þarf er:

Ca. 25-30 stk.

1 pakki frosið smjördeig (ég notaði Findus)

140 gr. bragðsterkur gráðaostur, fínrifinn

1 tsk. paprikuduft

2 tsk. enskt sinnepsduft

2 tks. thyme lauf

1 egg, þeytt

Það sem mér finnst eitt mesta bjútýið við þessar stangir er að þú getur nýtt ostbitann sem er að ergja þig í ísskápnum, sem þú: Veistekkihvaðþúáttaðgeraviðentýmirekkiaðhenda, af því þú ert nýtin eins og ég, ekki satt. Svo er líka sniðugt að eiga eitthvað svona nammi fyrir helgina.

En hér kemur þetta:

Ostinum, thyme laufunum, papriku- og sinnepsduftinu er blandað saman í skál. Smjördeigið er afþýtt, og síðan er hver plata flött út á hveitistráðu borði með kökukefli í ca. 30x25 cm köku, á þykkt við 100 kall. Deigið er penslað með þeytta egginu, og síðan er osta-og kryddblönd-unni jafnað yfir. Hver plata er svo skorin í ca. 1 cm breiðar lengjur (gott að hveiti-strjúka hnífinn á milli skurða) sem eru settar á bökunarplötu með smjörpappír. Þær eru svo bakaðar í 220°C heitum ofni í 12-15 mín. eða þar til þær eru gylltar og flottar. Fluttar yfir á eldhúspappír svo fitan þerrist af þeim á meðan þær kólna. Ef þú setur þær í gott box með smjörpappír á milli laga, geymast þær í ca. 2 vikur á köldum stað. Svo þegar þú ætlar að fá þér stangir til að narta í er gott að setja þær í nokkrar mínútur í 200° C heitan ofn og hita þær aðeins, jummý. Það er ekkert vont að fá sér rauðvínsglas með.

Verði þér að góðu :-)

https://sites.google.com/a/annabjorkmatarblogg.com/anna-bjoerk-matarblogg/heima/nart-og-snakk/gradhaostastangir/028.gif

Gott í veisluna 🧀🍸