Rosated aubergine dip

Það sem til þarf er:

2 meðalstór eggaldin

1 rauð paprika, fræhreinsuð

1 rauðlaukur skrældur og skorinn í geira

2 hvítlauksrif, marin

3 msk. ólífu olía

1/2 tsk. cayanne pipar

1 1/2 tsk, salt

1/2 tsk, svatrur pipar

2 msk. sítrónusafi

2 msk. Thaini mauk

3 msk. söxuð steinselja

Það er nauðsynlegt að narta í eitthvað gott þegar maður er að hafa það kósý . Þessi upupskrift er frá eldhúsdívunni Ina Garten, ég hef oft haft þessa ídýfu á borðum og hún er alltaf fljót að hverfa úr skálinni. Einn af kostum ídýfunnar er að hún er ekkert nema holl, full af grænmeti og thaini, sem er massi úr maukuðum seasamfræum og þar sem við borðum ekki nóg grænmeti yfirleitt, er um að gera að borða nóg af henni :-)

En svona gerum við:

Ofninn er hitaður í 200°C. Eggaldin, laukur og paprika eru skrorin í miðlungstóra bita, sett í skál og blandað saman við marin hvítlauks-rifin, olíuna, cayanne piparinn, salt og pipar. Grænmetinu er svo hellt á bökunar plötu og dreyft vel úr. Steikt í ofninum í 45 mín., þar til grænmetið er ristað og mjúkt, gott að velta því einu sinni á steikingartímanum, kælt lítilega. Grænetið er sett í matvinnsluvél, ásamt thaini og sítróusafa og púlsað í 3-4 skipti (alls ekki of lengi), smakkað til með salti og pipar ef þarf, svo er steinseljunni hrært útí. Borið fram með heimagerðu toast,góðu brauði eða uppáhalds flögum.

Verði þér að góðu :-)

Miðjarðarhafsstemming 😋