Tyrkneskt kebab, frá grunni

Það sem til þarf er:

f. 4-6

2.5 kg. lambalæri, beinið tekið úr og það fitusnyrt

3 laukar, í sneiðum

6 hvítlauksrif, í sneiðum

100 gr. ras al hanout mauk eða harissa mauk

1.5 dl rauðvínsedik

1.5 dl kjúklingasoð

1 msk. reykt paprika

1 msk. sumac

2 msk sjávarsalt

Gúrkusalat:

2 gúrkur, skrældar, fræhreinsaðar og skornar í hálfmána

2 tsk. chili flögur

1 msk. sjávarsalt

Safi og fínrifinn börkur af 1 sítrónu

Sósa:

1 dl grísk jógúrt

1 dl. thaini mauk

3 solo hvítlaukar, bakaðir í ofni

Meðlæti:

Saxaðir tómatar

Niðursoðin chile

Fínrifið Iceberg salat

Sumac

Tyrkneskt flatbrauð

Ekki láta langan hráefnalista fæla þig frá, því það er lítil fyrirhöfn sem er aðalmálið hérna. Samt er ekkert verið að snuða í bragði eða gæðum. Hægeldað lambalærið, er svo mjúkt, að þú notar bara tvo gaffla til að ná því í sundur. Svolítið spicy, með frábærri jógúrtsósu og fersku grænmeti, öllu svo rúllað saman í volgt flatbrauð. Dásamlegt!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 160°C. Beinið tekið úr lærinu (butterflied) og það fitsnyrt. Laukur og hvítlaukur eru skorin í sneiðar og dreyft yfir ofnskúffuna. Ras al hanout mauki, papriku, sumac og salti er blandað saman í skál og kryddinu nuddað inní kjötið. Kjötið er lagt ofaná laukinn, soði og ediki er blandað saman og drussað yfir laukinn og kjötið. Álpappír er settur yfir skúffuna og lærið er steikt í 4 tíma. Þá er álpappírinn tekinn af og lærið steikt áfram í 1 klst. (ef það þornar í skúffunni er gott að setja smá vatn í hana.

Sósan:

Kross er skorinn í hvítlaukinn og hann settur ofaná álpappírinn í 1/2 klst., eða þar til hann er orðinn svolítið gylltur. Jógúrtin er hrærð saman með thaini maukinu og stöppuðum hvítlauknum.

Gúrkulsalatið:

Öllu blandað sama, nema sítrónusafanum og berki, látið standa í 1 klst. Síað áður en það er borið fram og sítrónan kreist yfir og berkinum blandað útí.

Flatbauðin eru hituð í ofni og borin á borð með grænmetinu, salati og sósu, ásamt auðvitað dásamlegu kjötinu, sem er losað í sundur með 2 göfflum. Hver og einn setur vefju saman fyrir sig.

Verði þér að góðu :-)

P.S. Ég keypti kryddin og flatbrauðin í versluninni Istanbúl í Ármúla.

Hrikalega gott ;-J