Rabarbara síróp með vanillu

Það sem til þarf er:  

250 gr. saxaður rabarbari

1 bolli sykur

2 msk. hunang

2 bollar vatn

1/4 tsk. kanell

1/4 tsk. nýrifið múskat

1/2 vanillustöng, fræin skafin út

Hinn auðmjúki rabarbari er "in", heitasti ávöxturinn í dag......   Þá er best að skjótast útí garð og ná sér í nokkra stilka:-)  Allskonar rabarbara uppskriftir eru í gangi, hér er ein sem ég féll fyrir. Það er hægt að nota sírópið út í kokteila eða setja góðan slurk út í sódavatnið með kreistu af lime til að gefa því frískandi sumarbragð, eða smávegis í freyðivínsglasið.  Það er svo fallegt á litinn,  yndislega rauðbleikt.

Svona geri ég:

Rabarbaranum ásamt restinni af innihaldinu er skutlað í pott. Vanillustöngin er klofin og fræin safin úr með bakinu á hníf og sett í pottinn ásamt hýðinu og suðan látin koma upp og mallað í 5-7 mín., hrært í af og til.  Potturinn er tekinn af hitanum og maukið látið kólna alveg.  Rabarbarinn er síaður frá sírópinu (upplagt að nota hann t.d. út í jógúrtina eða ofan á ostaköku), mér fannst best að sía sírópið, fyrst í gróft sigti og síðan 2-3 sinnum í gegnum fínt sigti.  Sírópið er sett í flösku og geymt í kæli yfir nótt.  Til að fá alveg tært sýróp, sigtaði ég það aftur og henti botnfallinu. Sírópið geymist í kæli í 2 vikur.

Verði þér að góðu :-)

      Lekkert og svoooo gott🍹