Limoncello

Það sem til þarf er:

10 sítrónur

1 flaska Vodka (750 ml)

8 dl vatn

750 gr. sykur

Til gamans:

Limoncello & Mascarpone ostakaka

Frábær og frískandi ostakaka eins og þær verða bestar, endilega prófaðu :-)

Ef þú þekkir ekki ítalska drykkinn Limocello hvet ég þig til að kynnast honum, þú verður ekki svikin í þeim kynnum :-)

En svona búum við til okkar eigin:

Sítrónurnar eru þvegnar mjög vel og skrældar með beyttur grænmetisflysjara. Passa að beiska hvíta húðin fari ekki með berkinum. Vodkað og börkurinn er sett í stóra krukku og geymt í 4 daga úti á borði. Gott að hrista upp í henni einu sinni á dag. Vatnið og sykurinn er hitað við vægan hita í potti, þar til sykurinn leysist upp. Blandað saman við börkinn og Vodkað. Geymt í sólarhring. Vökvinn er svo síaður í gegnum fínt sigti og hellt yfir á flöskur. Berkinum er hent. Geymt í kæli og fryst í 3-4 tíma fyrir notkun.

Mjög gott fá eitt helkalt glas af sætum LIMONCELLO eftir góðan mat.

Verði þér að góðu :-)

Bella, Bella ;-)