Pulled pork snúðar

Það sem til þarf er:

14 stk.

1 stór tilbúið pizzadeig

1 pakki tilbúið pulled pork grísakjöt

BBQ sósa

Pulled pork snúðar, er það ekki eitthvað????

Pulled pork hefur verið að allstaðar nú um tíma. Nú þarf ekki að búa það til sjálfur, heldur er hægt að kaupa það tilbúið, sem er snilld. Ennþá meiri snilld er að rúlla því inn í tilbúið pizzadeig, búa til snúð, baka það og bíta svo í. Æði nestisboxið hjá krökkunum á öllum aldri.

Svona geri ég:

Þetta er eiginlega einum of einfalt :-) Ofninn er hitaður í 180 °C. Deginu rúllað út. Slurk af BBQ sósu smurt yfir degið. Kjötinu dreyft jafnt yfir degið. Best er að gera það með því að losa það í sundur með 2 göfflum. Deginu er síðan rúllað upp á löngu hliðinni. Rúllan er skorin í jafna bita og bitunum dreyft á pappírinn sem rúllan var í og snúðarnir bakaðir í ca. 20-25 mín., þar til þeir eru gylltir og fullbakakðir. Um leið og snúðarnir eru teknir út úr ofninum er smá BBQ sósu smurt yfir toppinn á þeim.

ATH. Snúðarnir geymast í ísskáp í 4-5 daga. Það er upplagt að hita þá í örbylgjuofninum eftir þörfum. Má frysta.

Verði þér að góðu :-)

Langar þig í bita 🥨