Súkkulaðifrauð með makrónum

Það sem til þarf er:

f. 5-6

Í frauðið:

1.2 dl rjómi

1 plata + 4 bitar 70% súkkulaði

2 egg, aðskilin

Makrónur ca. 24 stk. :

110 gr. möndlur, fínhakkaðar

75 gr. strásykur

1 eggjahvíta, þeytt

Erum við ekki sammála um að elska mat sem hægt er að útbúa fyrirfram og átt í ísskápnum þegar við þurfum á honum að halda? Bæði kökurnar og frauðið eru svo einfölld í gerð og geymslu, love it..

Svona geri ég:

Súkkulaðifrauð:

Súkkulaðið er brotið í bita í skál. Rjóminn er auðhitaður að suðu, honum er hellt yfir súkkulaðið og látið standa í skálinni í smásund, síðan er hrært í og blandað vel saman. Eggjarauðunum er hrært rólega útí. Hvíturnar eru þeyttar og síðan blandað varlega saman við súkkulaðiblönduna. Ekki hræra mikið í eftir að hvíturnar eru komnar útí svo loftið fari ekki úr þeim. Sett í litlar skálar og kælt. Þetta er hægt að gera daginn áður.

Makrónur:

Ofninn er hitaður í 180°C, og bökunarpappír settur á plötu. Möndlurnar eru hakkaðar fínt. Hvítan er stífþeytt og sykrinum blandað rólega útí og síðan möndlunum. 1/2 tsk. af deigi sett með jöfnu millibili á bökunarplötuna og bakað í 10-12 mín. Settar á grind og kældar. Kökurnar geymast vel í frysti.

Verði þér að góðu :-)

Klassískt :-)