Reyktur lax með birki

Það sem til þarf er:

f. 4 sem smáréttur

1 msk. birki (dökkt)

1 msk. rauðvínsedik

1 msk. ólífu olía

1 appelsína, safi og börkur, fín rifinn

3 vorlaukar, skáskornir

300 gr. reyktur lax

Súrdeigsbrauð eða kjarnarúgbrauð

Hreinn rjómaostur

Must try!! Þetta er svo mikið nammi og nákvæmlega ekkert má að útbúa. Óvenjuleg samsetning, en virkar ótrúlega velÉg skora á þig að prófa :-)

Svona geri ég:

Birki, olíu, ediki, vorlauk, safa og berki er blandað saman í skál. Laxinn er skorinn í þunnar sneiðar og lagður á disk, leginum er hellt yfir og hann marinerað í 10-20 mín. Rjómaosturinn er hrærður saman svo hann verði léttari i sér. Laxinn er borinn fram á diskinum, með brauði og rjómaostinum.

Verði þér að góðu :-)

Óvenjulegur en svo góður :-J