Ritz kjúklingur

Það sem til þarf er:

F. 4

2 stórar kjúklingabringur

1 msk. ólívu olía + aðeins meira til að smyrja ofngrindina með

1/4 bolli sýrður rjómi

1 stór eggjahvíta

1 tsk. Dijon sinnep

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

100 gr. Ritz kex

130 gr. sterkur Cheddar ostur, rifinn

1/2 tsk. hvítlauksduft

1/2 tsk. laukduft;

Meðlæti:

Grænt salat

Kewpie majónes

Shrisacha majónes

Hoisin sósa

Crispy, cheesy, jummý.... afsakið sletturnar, en ég fann ekki betri orð ;-) Allavega rosalega góður kjúklingur sem er lítið mál að búa til, þú þarft ekki einu sinni að taka fram pönnu til að steikja hann á, bara ofninn, sem er geggjað. Grænt salat og sósur úr krukku og ég er í sjöunda himni, kvöldmaturinn kominn, tjékk :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 220°C. Ofngrindin eða grindin á steikarfati, er smurð með olíu. Kjúklingabringurnar eru klofnar eftir endilöngu í tvennt. Sýrður rjómi, eggjahvíta og sinnep er þeytt saman og kryddað með salti og pipar. Kjúklingabringurnar eru lagðar í blönduna og leyft að vera þar í 1 klst., ef þú mátt vera að því, annar ekki. Ritz kexið er mulið með höndunum í fínarn mulning, rifna ostinum er blandað út í ásamt þurrkryddinu, olíunni, 1/2 tsk. af salti og pipar, blandað vel saman. Kjúklingabringa er tekin upp úr blöndunni og lögð ofan á osta og kex mulninginn og þrýst á svo hann loði vel við kjötið , síðan er henni snúið við og sama get á hinni hliðinni. Sama gert við restina af bringunum. Lagðar á olíusmurðu grindina og bakaðar í 15 mín. í ofninum. Teknar út og látnar standa í 5 mín., áður en þú berð þær á borð með salati og sósum

Verði þér að góðu :-)

Easy pesy 😊