Kakó með Créme de cacao

Það sem til þarf er:

F. 2

4 msk. kakóduft

3 tsk. hrásykur eða ljós púðursykur

1/2 dl dökkt Créme de cacao

2 msk. rjómi

2 dl mjólk

Toppur:

Þeyttur rjómi 

Kanill milli fingra

Nokkrir dropar af líkjör

Í amstrinu á aðventunni á Covid tímum reynir stundum á þolinmæðina...  Biðraðir, biðraðir allstaðar og svo meiri biðraðir, við fáum nóg tækifæri til að fínpússa blessaða þolinmæðina.  En, það er best að fara í gegnum dagana með bros á vör, það gerir allt svo miklu auðveldara, því auðvitað erum við öll í sama báti og viljum að þetta erfiða ástand klárist sem fyrst,   En, það er ekkert sem bannar að verðlauna sig þegar heim er komið og fá sér eitthað voðalega gott.  Til dæmis fá sér bolla af dásamalegu kakói og það skemmir ekki að setja slurk af kakólíkjör út í bollann og myndarlegan rjómatopp ofaná.  Raða svo nokkrum vel völdum smákökum á disk, koma sér vel fyrir, sparka af sér skónum og njóta :-) 

Svona geri ég:

Sykri, kakó, 2 msk. af líkjörnum og rjóma er hrært saman í mauk í litlum potti.  Mjólkinni og restinni af líkjörnum bætt út í og hitað að suðu, hrært í á meðan.  Passa að sjóða ekki, tekið af hitanum og hellt í bollana.  Þeyttum rjóma er fleytt ofaná og smá kanli drussað yfir og nokkrum dropum af líkjör.

Verði þér að góðu :-)

Jóla drykkurinn 🎅🏻☕