Sykurlaust granóla

Það sem til þarf er:

1 1/2 bollar grófir hafrar

1/2 bollar af söxuðum blönduðum hnetum, kókosmjöl/flögur

1/2 tsk. kanill, má vera rúmlega

1/2 tsk. salt

1/4 tsk. vanilludropar

2 stórar eggjahvítur

Ef þú vilt:

Smávegis af þurrkuðum trönuberjum, eða öðrum þurrkuðum ávöxtum (má sleppa)

Ef þú ert hugsandi á sama hátt og ég, reyna að minnka óþarfa leynda daglega sykurneyslu, er þessi uppskrift af ósætu granóla fyrir þig. Ég vil frekar ákveða sjálf, meðvitað, hvenær ég fæ mér eitthvað sætt, hvað það er og njóta þess í botn. Ég vil ekki borða tilbúinn mat sem er fullur af sykri sem ég veit ekki af. Mér finnst þetta granóla mjög gott, ég nota það út á morgunjógúrtina eða hafragrautinn. Svo gefur það líka skemmtilegt og gott kröns, ofan á jógúrtdeserta. Ég ferðast alltaf með það og engiferdrykkinn minn með mér hvort sem er í sumarbústaðinn eða í tjaldferð í ógyggðir, alveg ómissandi. Endilega að prófa, það er lítið mál að búa það til!!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Öllum þurrefnunum er blandað saman í stóra skál. Vanilludropunum og eggjahvítunum er hrært saman og hellt út í þurrefnin. Smakkað til með kryddum og salti. Dreift í einfalt lag á bökunarplötu og bakað í ofninum í 15-20 mín. Velt um á plötunni einu sinni til tvisvar á meðan. Eftir áætlaðan tíma er ágætt að athuga hvort granólað er ekki orðið þurrt og stökkt, það gæti þurft smátíma í viðbót. Látið kólna og þorna alveg á plötunni, síðan sett í stóra krukku. Það geymist vel í 2-3 vikur í stofuhita, lengur ef það er geymt í kæli.

Verði þér að góðu :-)

Heilsan er No. 💪🏻❤️