Brauðkrans með apríkósum  og valhnetum

Það sem þarf er:

1 stk.

1 pakki (1/2 kg) tilbúið brauðbollu deig, með geri (ég notaði frá First Pize) það er best að nota hvítt deig

100 gr. valhnetur

140 gr. apríkósur, saxaðar

25 gr. birki, þurr ristað á pönnu

4 dl mjólk

1 egg

1-2 Camembert ostar

Sletta hvítvín (má sleppa)

Meðlæti:

Rauðkálssalati með eplum og hnetum

Möltuð lauksulta

Gott á hlaðborðið!

Svona geri ég: 

Bökunarplata gerð klár með pappír á og smurð eldföst skál sem er aðeins stærri en osturinn sem á að bera fram í miðjunni.  Mjölblandan er sett í matvinnsluvél með valhnetunum og malað þar til hneturnar eru alveg komnar í duft.  Sett í skál með apríkósunum og mestöllu af birkinu.  Mjólkin er hituð líkamsheit og hrærð saman við mjölið með sleif þangað til deigið er samfellt, þú gætir þurft að hnoða það aðeins í skálinni.  Plastfilma sett yfir skálina og látið hefast í 1 klst. á volgum stað.  Ofninn er hitaður í 200°C.  Svo er degið hnoðað aftur og mótað í lengju sem passar utanum skálina og gengið frá endunum.  Þú klippir nokkra skurði í kransinn á nokkrum stöðum og lætur hefast á fram í 30 mín.  Eggið er þeytt með gaffli og því penslað á kransinn og restinni af birkinu er dreift yfir.  Bakað í 35-40 mín.  Þegar kransinn er bakaður skaltu leyfa honum að kólna aðeins áður en þú rennir hníf meðfram skálinni og losar hana burt.  Upplagt að setja slaufu á kransinn í þeim lit sem tilheyrir árstíðinni eða uppáhaldslitun þínum :-)  Þegar þú ætlar að bera kransinn fram er osturinn hitaður.  Ég tek hann úr pakkningunni og pakka honum lauslega í bökunarpappír og svo í álpappír og hita hann í 20 mín. á 200°. Ég læt hann svo kólana aðeins áður en ég opna pakkann og set hann í miðjuna á kransinum. Svo sting ég hníf nokkrum sinnum í skorpuna á ostinum og set smá skvettu af hvítvíni ofaná ostinn.  Mér finnst mjög gott að bera brauðkransinn fram með rauðkálssalati með eplum og hnetum og/eða maltaðri lauksultu.

Verði þér að góðu :-)

Jóló 🧑‍🎄