Brauðkrans með valhnetum, apríkósum og ristuðu birki

Það sem þarf er:

1 stk.

1 pakki (1/2 kg) tilbúið brauðbollu deig, með geri (ég notaði frá First Pize) það er best að nota hvítt deig

100 gr. valhnetur

140 gr. apríkósur, saxaðar

25 gr. birki. þurr ristað á pönnu

4 dl mjólk

1 egg

1-2 Camembert ostar

Sletta hvítvín (má sleppa)

Meðlæti:

Rauðkálssalati með eplum og appelsínum

Möltuð lauksulta

Gott á hlaðborðið!

Svona geri ég:

Bökunarplata gerð klár með pappír á og smurð eldföst skál sem er aðeins stærri en osturinn sem á að bera fram í miðjunni. Mjölblandan er sett í matvinnsluvél með valhnetunum og malað þar til hneturnar eru alveg komnar í duft. Sett í skál með apríkósunum og mestöllu af birkinu. Mjólkin er hituð líkamsheit og hrærð saman við mjölið með sleif þangað til deigið er samfellt, þú gætir þurft að hnoða það aðeins í skálinni. Plastfilma sett yfir skálina og látið hefast í 1 klst. á volgum stað. Ofninn er hitaður í 200°C. Svo er degið hnoðað aftur og mótað í lengju sem passar utanum skálina og gengið frá endunum. Þú klippir nokkra skurði í kransinn á nokkrum stöðum og lætur hefast á fram í 30 mín. Eggið er þeytt með gaffli og því penslað á kransinn og restinni af birkinu er dreift yfir. Bakað í 35-40 mín. Þegar kransinn er bakaður skaltu leyfa honum að kólna aðeins áður en þú rennir hníf

meðfram skálinni og losar hana burt. Upplagt að setja slaufu á kransinn í þeim lit sem tilheyrir árstíðinni eða uppáhaldslitun þínum :-)

Þegar þú ætlar að bera kransinn fram er osturinn hitaður. Ég tek hann úr pakkningunni og pakka honum lauslega í bökunarpappír og svo í álpappír og hita hann í 20 mín. á 200°. Ég læt hann svo kólana aðeins áður en ég opna pakkann og set hann í miðjuna á kransinum. Svo sting ég hníf nokkrum sinnum í skorpuna á ostinum og set smá skvettu af hvítvíni ofaná ostinn.

Mér finnst mjög gott að bera brauðkransinn fram með rauðkálssalati með eplum og appelsínum og eða maltaðri lauksultu.

Verði þér að góðu :-)