Franskir möndlutoppar

Það sem til þarf er:

3/4 bolli létt ristaðar möndlur

1/2 bolli sykur

1/2 tsk. salt

1 bolli hveiti

7 msk. kalt smjör

Hér eru á ferðinni dásamlegar  franskara möndlukökur, sem molna svo dásamlega í munninum.  Smjörmiklar, llauféttar og frábærar með góðum kaffi- eða te bolla.  Endilega prófaðu ;-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 160°C.  Möndlurnar eru settar á pappírsklædda bökunarplötu og bakaðar í 5-8 mín., þar til þær eru létt ristaðar, kældar.  Hnetur, sykur, og salt eru sett i blandara og malað saman mjög fínt.  Hveitið og smjörið er hrært í hrærivél þar til það verður með svipað og sandur.  Þá er hnetublöndunni bætt út í og hrært á lágum hraða, þangað til deigið kemur saman og fer að mynda litla klumpa.  Haldið áfram að hræra þar til deigið hangir saman þegar það helst saman þegar smávegis af því er klemmt á milli fingra, passa að vera ekki með blautar hendur.  Teskeið af deigi er sett í lófann, og það klemmt saman í þríhyrndan topp, (deigið getur verið svolítið laust í sér).  Settir á pappírklædda bökunarplötu og bakaðir í 15-18 mín., plötunni er snúið í ofninum miðja vegu.  Bakað þar til brúnirnar á toppunum eru gull brúnir.  Látnir kólna á plötunni í 5 mín., áður en þeir eru teknir af plötunni, til að kólna alveg á grind.  Kældar alveg og geymast í lokuðu boxi.

Verði þér að góðu ;-)

Délicieux 🩷