Skinku- og basil rúllur

Það sem til þarf er:

Ca. 24 stk.

3 tortillu

150 gr. rjómaostur með graslauk

12 stór fersk basil lauf

110 gr. grillaðar paprikur í olíu, skornar í lengjur

120 gr. góð skinka í seiðum

2 msk. majónes

Geggjaðar í partýið eða fermingarveisluna, líkatil að narta í á góðri stundu með einni öl krús.  Svakalega einfaldar og mjög góðar, sláðu til :-)

Svona geri ég:

Hver tortilla er smurð með þriðjungi af rjómaostinum.  Basil laufin er lögð ofan á ostinn, paprikur lengjunum er raðað ofan á laufin með svolitlu millibili,  síðan er skinkan sett ofan á.  Majónesinu er smurt ofan á skinkuna.  Rúllunum er rúllað mjög þétt upp og pakkað í plast, hverri fyrir sig og látnar í ísskáp í nokkra tíma, til að taka sig svo bragðið framkallist betur.   Rúllurnar eru  skornar í 2 1/2 cm bita og tré pinna stungið í hvern bita og raðað á bakka og borið á borð. 

Verði þér að góðu :-)

Yummí 🫓🫑🍻