Ostaslaufur

Það sem til þarf er:

Um 8 stk.

8 1/2 dl hveiti

1 tsk. sykur

4 msk. ólívu olía

3 tsk. þurrger

3 - 3 1/2 dl vel heitt vatn

1 1/2 tsk. salt, má vera aðeins meira

Innan í og ofan á:

150 gr. blanda af hreinum smusrosti og rifnum osti, mér finnst sterkur Gouda bestur

Blátt birki

Egg til að pensla slaufurnar með

Hér er á ferðinni gömul og góð uppskrift af uppáhaldi barnanna (okkar líka) ostaslaufur. Þær eru góðar allan ársins hring, hvaða dag sem er, í skólann, í nestis pakkann, í gönguferðina, til að dýfa í heitt kakó, eða bara þegar þig langar í eitthvað gott að narta í. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Hveiti, sykur, salt, olía og ger er sett í stóra skál. Hrært saman með sleif, síðan er deigið hnoðað á hveitistráðu borði. Deigið er látið hefast í skál með klút yfir í 40 mín. Þá er því skipt í 2 hluta, sem eru rúllaðir út með kökukefli í aflanga köku, sem er skipt í 4 hluta með kleinujárni. Ostinum er jafnað á miðjuna á hverri lengju, síðan eru löngu hliðarnar lagðar saman, inn á miðjuna, hvor yfir aðra að hluta og endarnir klemmdir vel saman. Síðan er snúið 2-3 sinnum upp á slaufuna og hún lögð á pappírsklædda bökunarplötu, síðan er restin kláruð á sama hátt. Gott að hafa sæmilegt bil á milli þeirra. Viskustykki er lagt ofan á slaufurnar og þær látnar hefast í 20 mín. Þá er eggið þeytt og slaufurnar penslaðar með egginu og birki eða sesam fræum stráð yfir þær. Bakaðar neðarlega í ofninum í um 10 mín., eða þangað til þær eru orðnar gylltar og fullbakaðar. Settar á grind og látnar kólna. Frystast vel.

Verði þér að góðu :-)

Jumm... 🧀🧡