Möltuð lauksulta

Það sem til þarf er:

ca. 2 krukkur

3 msk. extra virgin ólífu olía

1 kg. venjulegur laukur

200 gr. púðursykur

1 1/2 msk malt extrack (fæst í heilubúðum)

180 ml. edik

2 msk. gróft sinnep

1 tsk. rifinn appelsínubörkur

3 einiber, marin smátt

Mjög einföld sulta. Rosalega góð með ostum, paté, kjöti og með allskonar samlokum.

Svona er farið að:

Laukurinn er steiktur á pönnu á lágum hita í um 30-40 mín., svo er restinni af hráefnunum blandað útí og látið malla á lágu hita áfram þar til allt þykknar, ca. 20 mín. Maukið er sett í sterilar sultukrukkur. Geymist í ísskáp í 2 mánuði.

Svona sótthreinsa ég krukkur:

Ég hita ofninn í 150°C. Nýþvegnum krukkum og lokum er raðað í ofnskúffu og þær bakaðar í ofninum í 20 mín. Sultunni er ausið sjóðheitri í krúkkurnar. Passa puttana sultan og krukkurnar eru mjög heitar!

Verði þér að góðu :-)

Elska lauk 🧅🧅