Basil og garlic humar með aspaskrullum

Það sem til þarf er:

f. 2

Þessi uppskrift er ekki vísindalega nákvæm, heldur ca. :-)  Það er um að gera að prófa sig áfram.

1 kg. humar í skel

150 gr.  smjör

3 msk. ólífuolía

1/2 búnt ferskt basil, saxað

1/2 búnt fersk steinselja, söxuð

Svo er gott að nota t.d. smá dill eða majoram ef þú átt það

3-5 hvítlauksrif, kramin með hníf og smáttsöxuð

Safi úr 1/2 sítrónu og fínrifinn börkur af 1/2 sítrónu

Sjávarsalt og nýmalaður svatrur pipar

Meðlæti:

Klettasalat

1/2 búnt ferskur aspas, hver stilkur skorinn í 4 hluta

Sítrónubátar

Birkibrauð:

Skorið í 3 cm sneiðar og ristað

Okkur Guðjóni finnst fátt skemmtilegra í vikulokin, en setjast tvö saman yfir kertaljósi og spjalla, á meðan við borðum fingramat.  Það getur verið misjafnt hvað það er, stundum brauð og góður ostur, en þegar sérstaklega stendur á, þá er það humar í skel með krydduðu smjöri og gott brauð, eins og við gerðum síðustu helgi.  Það sem ég set í smjörið fer oftast eftir því hvað ég á til ísskápnum af kryddjurtum.

Í grófum dráttum er þetta svona:

Humarinn er garndreginn.  Olían og smjörið er brætt á pönnu á miðlungs hita, hvítlauknum skutlað útí og þetta mallað rólega í 8-10 mín.  Þá er kryddjurtunum, sítrónusafa og berki  bætt útí og mallað áfram í 2-3 mín., saltað og piprað og smakkað til.  Síðast fer humarinn á pönnuna og hann steiktur í smjörinu í 3-5 mín. eftir því hvað halarnir eru stórir, passa að ofsteikja ekki humarinn.  Salatið er útbúið og sett á disk með sítrónu- bátum og brauðið ristað.  Okkar finnst best að fá svo glas af köldu ítölsku prosecco freyðivíni með, það er svo "festlegt"

Verði þér að góðu :-)

Yndis 😋