Sumar '21

Það sem til þarf er:

25-40 stk. samsettar kökur, fer eftir stærð

Í kökurnar:

200 gr. mjúkt smjör

1 bolli flórsykur

1 tsk. vanilludropar

2 bollar hveiti

1/4 bolli maismjöl

Salt á milli fingra

1/4 bolli ferskur passio fruit safi, aldinkjöt og fræ

Í kremið:

100 gr. mjúkt smjör

1 1/2 bolli flórsykur

2 stór passion fruit, safi, aldinkjöt og fræ ef þú vilt (ég sleppti því í kreminu)

Skraut:

Flórsykur

Gleðilegt sumar kæru félagar! Í dag er sumardagurinn fyrsti 🤗🦢🌾 Þar sem veðrið endurspeglar ekki alltaf merkingu nafnsins, felur það samt í sér loforð um hækkandi sól og hita. Ef þú bakar þessar kökur þarftu ekkert að stóla á veðurfarið, til að upplifa suðrænan hita og dásemdir, það er svo mikið sumar og sól í bragðinu á kökunum. Kakan sjálf er dásamleg smjörkaka, sem molnar svooo ljúft í munni og kremið er silkimjúk dásemd. Bakaðu skammt af þessum og hleyptu sumrinu inn 🌞

Svona geri ég:

Kökuar: Ofninn er hitaður í 160°C. Bökunarplata með pappír á gerð klár, ásamt smáköku formi til að skera kökurnar út með. Smjör, flórsykur og vanilludropar eru þeytt létt og ljóst í hrærivél. Hveiti maismjöl og salt er sigtað saman í skál, svo er smjörinu og passion fruit safanum, hrært varlega saman við, þar til deigið er mjúkt og samfellt. Deigið er flatt út með kökukefli á milli tveggja arka af smjörpappír. Þá eru kökurnar skornar út með kökuforminu og settar á plötuna með ca. 3 cm. millibili, haldið áfram þangað til allt deigið er búið. Þá er plötunni stungið í ísskápinn í 20 mín., svo eru þær bakaðar í 18-20 mín., þar til þær eru ljósgular. Kældar á plötunni í 5 mín., síðan settar á grind og kældar alveg.

Kremið: Smjörið og flórsykurinn er kremað saman í hrærivél, síðan er ávaxtamaukinu hrært út í. Kremið er sett í sprautupoka og sprautað fallega á helminginn af kökunum, svo er önnur kaka lögð ofan á hina. Raðað á disk og flórsykri stráð yfir. Geymast í lokuðu boxi í kæli í viku, lengur ef þú setur ekki kremið á þær strax.

Verði þér að góðu :-)

Kökurnar

Kremið

Gleðilegt sumar 🌼🌞🦢