Kartöflu skjóður

Það sem til þarf er:

F. 4-6

1 stór blaðlaukur

400 gr. kartöflur

200 gr. sellerírót

1 egg

50 gr. rifinn parmesan ostur

1 tsk. salt

1/2 tsk. pipar

1/4 tsk. nýrifin Múskathneta

6 stk. brauðsneiðsr (helst hvítt brauð), ristað

1 pakki filo deig

Smjör, brætt

Það er gagnlegt að eiga safn af góðum og fjölbreyttum kartöflu uppskriftum til að velja úr, þegar maður er að setja saman matseðil fyrir gesti eða fjölskylduna, á hátíðisdögum.  Hér eru kartöflunum blandað saman við sellerírót, sem gefur aðeins anís keim, sem er mjög gott.  Gott við þessar skjóður er að það má búa þær til daginn áður.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Blaðlaukurinn er skorinn í langar ræmur sem eru um 1 1/2 cm á breidd.  Lengjurnar eru soðnar í 3-4 mín. í söltu vatni.  Hellt í sigti og látið leka vel af lengjunum. Þerraðar á eldhúspappír. Kartöflurnar og sellerírótin eru skornar í jafnstóra bita og þeir soðnir í söltu vatni þar til þeir eru fullsoðnir.  Þá er bitunum hellt í sigti og vatnið látið leka vel f þeim.  Þeir eru síðan stappaðir og kryddaðir til með salti, pipar og múskati.  Eggi og osti er blandað saman við.  Skorpan er skorin af brauðsneiðunum, síðan eru þær ristaðar og flattar út með kökukefli og skornir út 2 hringir, úr hverri brauðsneið. Filodeiginu er rúllað út, bræddu smjöri er penslað á eitt lag af deigi og síðan er annað lag lagt ofan á það og svo annað til, þannig að lögin séu 3.  Þau er síðan skorin í 20x20 cm ferninga, sem síðan eru þau teknir í sundur og lagðir í stjörnu.  Ristaður brauðhringur er settur í miðjuna, síðan eru 2-3 msk. af kartöflumauki  settar á brauðhringinn, síðan er deigið tekið saman utan um það og svo er snúið upp á endana til að mynda skjóðu.  Bundið varlega saman með blaðlauksræmu, sem hefur verið vafið1-2 sinnum utan um pokann og hnýtt saman.  Sett á pappírsklædda bökunarplötu og plast lagt yfir, svo deigið þorni ekki.  Haldið áfram og restin kláruð á sama hátt.  Ef þú ætlar að baka skjóðurnar strax, eru þær penslaðar að utan með bræddu smjöri, annars eru þær geymdar þar til daginn eftir í ísskáp og síðan smurðar með bræddu smjöri.  Ofninn er hitaður í 170°C og skjóðurnar bakaðar í 10 mín.  Skjóðurnar eru síðan bornar heitar og gylltar á borð.

Verði  þér að góðu :-)

So pretty 🎁