Samoa kökur

Það sem til þarf er:

25-30 stk.

1 stk. 390 gr. krukka Dulce de leche, frá Stonewall

2 stórar eggjahvítur

280 gr. kókosmjöl

100 gr. dökkt súkkulaði

Sjálvarsalt flögur

Jæja, eru við ekki farin að hugsa til jólanna? Það er alltaf gaman að baka nýjar tegundir af smákökum í bland með gömlum góðum sortunum sem er nauðsynlegt að baka fyrir fjölskylduna á aðventunni. Ég er svo hrifin af öllu með kókos, en að bæta Dulce de leche karamellu með kókosmjölinu, er eitthvað frá öðrum heimi, klikkað gott og svo súkkulaði og smá salt ... ;) Þú skilur hvað ég tala um þegar þú bítur í fyrstu kökuna.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 160°C. Kókosmjölið er sett í ofnskúffu og bakað þar til það er orðið gyllt. Það er gott að kíkja við og við í ofninn og hræra í mjölinu svo það brenni ekki. Tekið úr ofninum og látið kólna í 20-30 mín. Á meðan er eggjahvíturnar þeyttar, þar til þær mynda stífa toppa. Kókosmjölinu og karamellunni er blandað saman og eggjahvítunum er hrært varlega út í. Ca. 5 cm kökur eru formaðar með skeiðum og settar með jöfnu bili á pappírsklædda bökunarplötu og bakað í 20 mín., teknar úr ofninum og látna kólna alveg á grind. súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Helmingnum af kökunni er stungið í súkkulaðið og svo settar á pappírsklædda plötu og saltflögum stráð yfir súkkulaðið. Þegar súkkulaðið harðnar eru kökurnar geymdar í lokuðu boxi.

Verði þér að góðu :-)

Jóla gott 🎄