Gratínerað blómkál með tómötum og geitaosti

Það sem til þarf er:

F. 4

1 meðalstór blómkálshaus

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

3 msk. kaldpressuð ólívu olía

1 stór rauðlaukur, í þunnum sneium

2 sóló hvítlaukar, marðir ogfín saxaðir

1 tsk. timian lauf

1 dós  saxaðir tómatar 

1/8 tak. kanill

2 lárviðarlauf

1/2 tsk. kóríander fræ, létt ristuð og  grófmöluð

4 egg

170 gr. mjúkur geitaostur, saxaður í miðslungs bita (eða annar góður ostur eins og t.d. hvítmygluostur)

2 vorlaukar saxaðir

Kjötlausi dagurinn!! Gratínerað blómkál er málið, málið er einfalt og það er ekkert spes í þessum rétti sem þú átt ekki í skápnum eða ísskápnum.  Stundum er ég með geitaost í gratíninu og stundum með hvítmygluost, í bland með krydduðum rjómaosti eða jafnvel einhverjum öðrum osti sem ég á í ísskápnum og vill losna við, þetta er ekkert heilagt.  Ef það eru fáir í heimili eins og hjá mér, er upplagt að gera heila uppskrift og nota rest í hádegismat eða aftur þarnæsta dag.  Þetta er einn af þessum samsettu réttum sem verða bara betri á því að geyma og hita aftur, þessi geymist í ísskáp í 2-3 daga.

Svona geri ég:

Blómkálið:  Ofninn er hitaður í 220°C.  Blómkálið er þvegið, þerrað og brotið í litla hausa yfir ofnplötu.  2 msk. af olíunni er drussað yfir kálið, ásamt salti og pipar.  Jafnað yfir plötuna og bakað í 20 mín., þar til það er barið að brúnast á jörðunum.  Tekið úr ofninum og ofnhitinn lækkaður í 180°C.  

Sósan:  Eldfast fat er smurt með olíu að innan.  Restin af olíunni er hitað á rúmgóðri pönnu og laukurinn steiktur þar til hann er aðeins farinn að verða gylltur.  Saltað yfir, hvítlauk, lárviðarlauf og timían bætt á pönnuna og steikt áfram í 1-2 mín.  Þá er kanil, kóríanderfræum og tómötum ásamt safanum af þeim bætt á pönnuna, kryddað til með salti og pipar og látið malla í 10-15 mín. á lágum hita, smakkað til.  Þegar sósan er tilbúin eru lárviðarlaufin tekin upp úr og  blómkálinu hellt út í hana, hrært saman og hellt í eldfasta fatið.   Eggin eru þeytt í skál og megninu af ostinum bætt úti eggin.  Eggja/osta blöndunni er hellt yfir blómkálssósuna, ekki hræra saman og restin af ostbitunum dreift yfir ásamt vorlauknum.  Bakað í 30 mín., þar til gratínið er farið að búbbla í köntunum og orðið gyllt og sjóðheitt.  Tekið úr ofninum og borið sjóðandi heitt á borð.  

Verði þér að góðu :-)

Meatfree, tjékk🌿