Brownies með hnetusmjöri

Það sem þarf til er:

ca. 16 bitar

225 gr. gróft hnetursmjör

200 gr. dökkt súkkulaði, í bitum

280 gr. ljós púðursykur

3 egg

100 gr. hveiti

1 tsk. lyftiduft

Réttupphönd ef þú elskar brúnkur!!  Eiginlega allir elska brúnkur, ekki satt?  Mamma mín, snillingsbakarinn, bakar þessar elskur, sem eru með hnetusmjöri..... mm :-)

Svona gerði mamma:

Ofninnn er hitaður í 180°C, 20x20 cm form er klætt með bökunarpappír.  Taktu til hliðar 50 gr. af súkkulaðinu og 50 gr. af hnetu-smjörinu.  Restin af súkkulaðinu er brætt ásamt hnetusmjörinu og sykrinum í potti á vægum hita þar til sykurinn er rétt leystur upp.  Slökkt undir pottinum og eggjunum hrært úti einu í einu með trésleif, lyftiduftinu er blandað útí hveitið og því svo hrært varlega samanvið.  Þessu er svo jafnað útí formið.  50 gr. af hnetusmjörinu er brætt í örbylgjuofni á háum hita í 45 sec., eða þangað til það er fljótandi og látið leka yfir deigið.  Bakað í 30-35 mín., eða þangað til komin er skorpa ofaná kökuna en hún virkar rétt óbökuð í miðjunni.  Restin af súkkulaðinu er brætt og drussað huggulega yfir kökuna, sem er látin kólna í forminu áður en hún er skorin í bita...... nom nom.

Verði þér að góðu :-)

Þú stenst hana ekki 🏆