Japanskur lax

Það sem til þarf er:

F. 2

170 gr. ferskur lax

Marineringin:

2 msk. salt lítil soja

½ -1 tsk. Wasabi

Kreista af lime

Salt og pipar

½ rifið hvítlauksrif

Skraut:

Furikake krydd, eða fín saxað nori þang 

1/2 vorlaukur, skorinn í þunnar sneiðar

Hér er á ferðinni alveg dásamlegur marineraður lax, sem er borinn á borð hrár.  Þetta er frábær léttur forréttur eða smáréttur.  Tekur ekki nokkra stund að búa til, svo endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Laxinn er roðflettur og fituröndin á bakinu á flakinu er hreinsuð af.  Fiskurinn er skorinn í þunnar ræmur og síðan eru ræmurnar skornar í jafnstóra ferhyrnda bita.  Þetta er hægt að gera nokkru áður en á að borða laxinn og geyma hann skorinn, í ísskáp.  Öllu hráefninu í marineringuna er blandað saman í skál.  Um leið og á að bera laxinn á borð, er laxabitunum velt vel upp úr marineringunni og deilt í litlar skálar og skreytt með vorlauk sneiðum og furikake eða nori þangi. Borið strax á borð.

Verði þér að góðu :-)

Geggjaður 🤩