Pönnusteikt Honey mustard

Það sem til þarf er:

f. 1

2 sneiðar af góðu brauði

Smjör

Dijon sinnep

Hunang

4 litlar sneiðar bragðmikill ostur

2 sneiðar góð skinka

Það er allt gott við þessa samloku ... maður er enga stund að gera hana og það er nánast alltaf, allt til í hana í ísskápnum :-)

En svona gerum við:

Önnur brauðsneiðin er smurð með sinnepi svo eru 2 ostsneiðar og 1 skinusneið lagðar ofaná. Hin brauðsneiðin er smurð með hunangi og 2 ostsneiðum og 1 skinkusneið lagðar ofaná hana. Samlokunni er svo lokað og önnur ytri hliðin smurð með þunnu lagi af smjöri og hún sett (á smjörhliðina) á þurra kalda pönnu sem er hituð á miðlungs-hita og steikt þar til hún gyllt og falleg. Á meðan er sú hlið, sem snýr upp, smurð og síðan snúið og steikt hinumegin þar til hún er gyllt og osturinn bráðinn. Svo er erfiði parturinn, samlokan þarf að bíða þar til hún er nógu köld til að borða. Þá er hún skorin í hæfilega bita, sett á disk og borðuð.

Verði þér að góðu :-)

Alltaf svooo góð 👌🏻