Fyllt French Toast með saltkaramellu- bananasósu

Það sem til þarf er:

F. 6

12 sneiðar af hvítu samlokubrauði

250 gr. rjómaostur, við stofuhita( í bláuboxunum)

125 gr. mascarpone ostur 8við stofuhita)

1/2 bolli ristaðar pecanhnetur, saxaðar

2 msk. púðursykur, þjappaðar

1 tsk. kanell

1/2 tsk salt

6 egg, léttþeytt

3 bollar mjólk

1/4 salt

Saltkaramellu- bananasósa

3/4 bollar dökkur púðursykur, þéttpakkaður

1/2 bolli rjómi

1/2 bolli smjör

2 msk. syróp

1 tsk. vanilludropar

1/2 tsk. gróft sjávarsalt

1 banani, í sneiðum

Það er spurning hvort hér er á ferðinni eftirréttur sem er að dulbúast sem morgunmatur????  En er það ekki bara skemmtileg tilbreyting, að borða stundum eftirrétt í morgurnverð, tala nú ekki um á sunnudagsmorgni :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C6 sneðium er raðað á stóran djúpan disk.  Rjómaostur, mascarpone, pecanhnetur, púðursykur, kanell og salt, er hrært saman í skál.  Maukinu er smurt á sneiðarnar og hinar 6 sneiðarnar eru lagðar ofaná.  Í annarri skál eru egg, mjólk og salt þeytt saman.  Hrærunni er hellt jafnt yfir sneiðarnar, svo hún þeki allt yfirborð  og látið bíða í smástund svo þær drekki í sig vökvann Bökunarpappír er settur í ofnskúffu og samlokunum raðað ofaní.  Bakaðar í 1 klst., en snúið á 15 mín. fresti svo þær bakist jafnt.

Saltkaramellu- bananasósa:  

Púðursykur, rjómi, smjör og sýróp er hitað í potti á rúmlegum meðalhita.  Suðan er látin koma upp og hitinn lækkaður og látið malla í  3-4 mín.  Tekið af hitanum, vanillu og salti bætt útí.  Hellt í skál og látin kólna niður í stofuhita, um 1. klst.  Bananinn skorinn í sneiðar og hrært varlega útí.  Borin fram með brauðinu.

Verð þér að góðu :-)

Ég á ekki orð 😮