Sunnudagsegg með brokkolí & skinku

Það sem til þarf er:

f. 4

150 gr. brokkolí, skorið í bita

4 skinkusneiðar, skornar í strimla

1 msk. hveiti

1 1/2 dl rjómi

4 egg

Salt og pipar

Ást við fyrsta bita.... Það var ógleymanlegt, þegar gaffallinn sprengdi rauðuna á rjúkandi heitu egginu og kafaði niður í botn á forminu og fann þar skinku og brokkoli baðað í þykkum rjómanum, himnestk :-)

En til að ná þessum hæðum þarf að:

Hita ofninn í 200°C. 4 litlar eldfastar ramekin skálar eru smurðar að innan. Brokkolíið er soðið í söltu vatni í 3-4 mín. og dreift á milli skálanna, síðan fara skinku strimlarnir ofaná. Hveiti og rjómi er þeytt saman í potti og hitað þar til jafningurinn þykknar og sýður, en það þarf að þeyta í á meðan svo það komi ekki kekkir, svo er saltað og pipað og rjómanum jafnað yfir skinkuna. Skálarnar eru settar í ofninn í 5 mín., þá eru þær teknar út og 1 egg brotið ofan í hverja skál. Þær eru svo settar aftur inn í ofninn og bakðar áfram í 4-5 mín. Frábært að hafa ristað brauð með, tala nú ekki um gott kaffi.

Verð þér að góðu :-)

Það er dásamlegt að vakna til þeirra :-)