Steikarborgari

Það sem þarf til er:

f. 4-5

750 gr. ribeye steik

3 msk. HP sósa

1 msk. Dijon sinnep

1/2 tsk. salt

1/4 tsk. pipar

2 hvítlauksrif, marin

3/4 tsk.oregano

1 skarlottulaukur, rifinn

4-5 hamborgarabrauð

Meðlæti:

Beikon sneiðar

Ostur í sneiðum

Majones

Sterkt sinnep

tómatsósa

Salablöð

Rauðlaukur í sneiðum

Tómatar í sneiðum

Pickles

Gúrkusneiðar

Og að sjálfsögðu:

Steikar franskar eða uppáhalds kartöfluflögurnar

sökkva tönnunum í djúsí hamborgara úr úrvals kjöti, grillaðan af elskunni þinni, sem er auðvita besti grillari ever! Þarf eitthvað að ræða það frekar? Allt hugsanlegt meðlæti og sósur sem manni finnst gott, það hríslast um mig sælutilfinning. En, fyrst þarf að þrífa grillið eftir veturinn, sem betur fer slepp ég.

En svona gerum við góðan borgara:

Sinar í kjötinu eru skornar úr, en fitunni leyft að vera ef hún er ekki of mikil. Steikin skorin í miðlungsstóra bita og hökkuð í matvinnsluvél. Kryddi og sósum er blandað samanvið og deigið hnoðað og mótað í 4-5 borgara eftir því hvað þú vilt hafa þá stóra. Grillaðir í 7 mín. á hvorri hlið, eða lengur ef þú vilt hafa þá gegnum steikta, saltaðir og pipraðir. Ostur er settur ofaná þegar 2-3 mín. eru eftir af steikingartímanum og hann látinn bráðna.Ef beikon er eitt af því sem þér finnst ómissandi á borgarann þinn (eins og mér), er fínt að láta það dóla með til hliðar á grillinu, en eins gott að kveikja ekki í neinu.

Hamborgarabrauðin eru klofin langsum og smurð með þunnu lagi af smjöri á skornu hliðina, þau eru svo hituð á grillinu og ristuð á smjörhliðinni.

Meðlæti:

Svo er það meðlætið, þar fær smekkur hvers og eins að njóta sín, allir setja sitt ofaná borgarann sinn eftir smag og behag. Góðar þykkar steikar franskar eða upáhalds kartöfluflögurnar eru hafðar með og góð sósa til að dýfa þeim í. Einn ískaldur er ómissandi á kantinum eða ein lítil í gleri, ísköld, er nauðsynlegt meðlæti líka.

Verði þér að góðu :-)

Ó JÁ... !!!!