Milljóna pæ

Það sem til þarf er:

f. 6-8

Tilbúið pædeig, eða í pakka, útbúið skv. leib. á pakka

1/2 bolli brætt smjör

1/2 bolli púðursykur

3/4 bolli ljóst kornsýróp

3 egg, þeytt

1 tsk, vanilla

1/8 tsk. salt

4 pokar Nature Valley Honey&Oat Granola bars, gróft muldir

1/4 bolli valhnetur, grófsaxaðar

1/4 bolli gróft haframjöl

1/4 bolli dökkir súkkulaðidropar

Borið fram með:

Vanillu ís eða þeyttum rjóma

Það var borguð 1 milljón $ fyrir þetta pæ! Heppin kona í Ameríku fékk 1 milljón $ í verðlaun fyrir besta pæið, úr vörum frá Nature Valley. Ég sá í þætti í sjónvarpinu þegar var verið að veita verðlaunin og hljóp eftir penna og blaði og skrifaði niður uppskriftina. Síðan þá hef ég notið þess að borða þetta rándýra pæ..... oft ;-)

Svona á að fara að:

Ég nota tilbúið pædeig í botninn, af því ég er svo löt :-) En ef þú átt upppáhalds uppskrift af góðri pæskel, endileg notaður hana þá. Ofninn er hitaður í 175°C. Valhneturnar og súkkulaðidroparnir eru grófsaxaðir, hunangsstangirnar (ég fékk ekki frá Nature Valley, en fékk samskonar frá Kelloggs) eru grófmuldar og haframjölinu er blandað saman við. Degið útbúið skv. leiðbeininum á pakka. Það er flatt út á hveitistráðu borði og lagt inní vel smurt pæ form. Sykur, sýróp og brætt smjör er þeytt vel saman ásamt vanillu-dropum og salti. Eggjunum er síðar bætt útí, einu í einu og þeytt áfram létt og ljóst. Hnetum, súkkulaði, kexi og haframjöli bætt útí eggjablönduna og því hellt jafnt í pæ formið. Bakað í 45 mín. Kælt lítillega og borið fram með ís, eða þeyttum rjóma. Dekraðu við þig og þína í dag, og láttu ykkur líða eins og milljón $, enjoy ;-D

Verði þér að góðu :-)

Alveg milljón 💰