Nammi kökur

Það sem til þarf er:

Um 20 stk.

170 gr. smjör

60 gr. sykur

100 gr. púpursykur

1 tsk. salt

2 tsk. vanilludropar

1 stórt egg

1 tsk. lyftiduft

240 gr. hveiti

240 gr. 3 Muscateers súkkulaði, saxað miðlungs stóra bita (ef þú færð ekki 3 Muscateers, súkkulaði má nota Milky Way eða Mars)


Smákökur með sælgæti, er hægt að hugsa sér eitthvað betra, ég held ekki?  3 Muscateers súkkulaðið er rosalega gott, ekki ósvipað Milky Way ef þú kannast við það.  Það fæst í Kosti, eins og svo margt amerískt sælgæti, sem er ekki til annarsstaðar.  Þessar kökur eru svo sannarlega algjört sælgæti og stoppa ekki lengi í kökuboxinu.  Ef þú færð ekki þetta ákveðna súkkulaði skaltu endilega gera tilraunir með eitthvað annað gott eins og Milky Way, Mars, eða Snickers jafnvel.  Endilega prófaðu ;-)

Svona geri ég:

Smjörið er brætt í potti og hellt í skál.  Þá er báðum sykrunum, salti og vanillu bætt út í þar til það er létt og slétt.  Þá er egginu bætt út í og þeytt saman við.  Í annarri skál er hveiti og lyftidufti blandað saman og síðan er því blandað saman við sykurblönduna.  Súkkulaði er skorið í miðlungs stóra bita og blandað út í  deigið.  Bökunarplötur eru gerðar klára með bökunarpappír.  Deigiðnu er skipt í 40 gr. bita hver kaka sem er rúlluð í kúlu, sem er síðan aðeins flött út með lófanum.  Bökunarpappír er lagður yfir plöturnar og þær geymdar í ísskáp yfir nótt.  Ofninn er hitaður í 190°C.  Kökurnar eru bakaðar í 12-15 mín., þar til þær eru aðeins brúnaðar á köntunum og á botninum  Látnar kólna á plötunni í um 5 mín., þá eru þær færðar á grind til að kólna alveg.  Geymast í lokuðu boxi.

Verði þér að góðu ;-)

 Himneskar 😇🍪