Steinselju og chili quesedilla með Jarli

Það sem til þarf er:

f. 2

4 tortillur

1-1/2 ferskt rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað

Nokkrar greinar ítölsk steinselja, gróf söxuð

Eins mikið og þú vilt af Jarlinum, rifinn

Meðlæti ef þú vilt:

Sýrður rjómi

Guacamole

Salsa

Ég vissi að þetta var byrjunin á dásamlegri og fallegri vináttu, þegar ég hitti JARLINN í sumar, hljómar eins og byrjunin á romance eftir Barböru Cartland, ekki satt ;-) En ég er að meina nýja ostinn, sem er svo góður að ég get borðað hann hvernig sem er, í bitum, í sneiðum að ég tali nú ekki um bræddan. Bragðið af honum fyllir út í allan munninn og leikur við bragðlaukana :-)

Svona gerði ég:

Mér finnst best að hafa allt tilbúið áður en ég byra að steikja torillurnar. Chiliið er fræhreinsað og saxað smátt, steinsejlan er grófsöxuð og það magn af osti sem þú ætlar að nota er rifið. Panna með þungum botni er sett á helluna, kveikt undir og 1 tortilla sett á þurran botninn. Ostinum er dreyft yfir, síðan chili og síðast steinselju. Síðan er annarri tortillu þrýst ofaná. Þegar osturinn byrjar að bráðna og neðri kakan farin að brúnast. Þá er spaða rennt undir hana og kökunni snúið snöggt, svo hin hliðin nái að bakast. Síðan er sami leikur endurtekinn með hina tortillurnar. Svo eru kökurnar skornar í 4 hluta með góðum hníf, staflað á disk, og ef þú vilt, berðu fram sýrðan rjóma, guacamole og/eða salsa.

Verði þér að góðu :-)

Ást frá fyrsta bita 🌯