1770 House Meatloaf

Það sem til þarf er:

f. 6-8

2 msk. góð ólífu olía

2 bollar saxaður hvítur laukur

1 1/2 bolli smátt saxað sellerý

750 gr. nautahakk

750 gr. svínahakk

1 msk. fersk steinselja

1 msk. ferskt timian

1 msk. saxaður vorlaukur

3 stór egg, létt þeytt

2/3 bollar mjólk

1 1/2 - 2 msk. salt

1 msk. svartur pipar

2 1/2 bolli panko (japanskar brauðflögur)

Hvítlaukssóa:

3/4 bollar góð ólífu olía

10 hvítlauksrif, skræld

2 bollar kjúklingasoð

3 msk. ósalt smjör, stofuheitt

1/2 tsk. salt

1/2 tsk.pipar

Ég datt um uppskriftirna af þessum kjöthleif í blaði sem ég var að glugga í um daginn, og varð hrifin af honum undir eins.  Hann er frá Ina Garten sem er ameríks eldhúsdíva, Barefoot Contessa. Hún segir frá því í blaðinu, að hún hafi pantað sér hleifinn svo vandræðalega oft á veitingastaðnum 1770 House, Austur Hampton  NY, þar sem hún býr, að hún hafi eiginlega unnið sér rétt á þessari uppskrift.  Ég skellti í einn svona, og gerði alla uppskriftina þótt hún sé alltof stór fyrir okkur hér heima.  Það góða við það er að þá get ég fryst helminginn og átt hann þegar ég þurfti að redda mér með kvöldmatinn.  Ekki láta hvítlaukinn í sósunni hræða þig,  þú verður ekki angandi eins og Hallgrímur kokkur í Heilsubælinu.... ;-) 

En svona gerum við: 

Ofninn er hitaður í 180°C.  Olían er hituð í meðalstórri pönnu, laukur og sellerý er mallað í 5-7 mín., þar til það er mjúkt án þess að brúnast, kælt lítillega.  Hakki, steinselju, timian, vorlauk, eggjum, mjólk, salti og pipar er blandað saman í stóra skál, panko brauð-mylsnan er sett í blandara og möluð í duft (ég muldi hana milli fingranna) síðan er henni blandað útí hakkið ásamt lauk/sellerý blöndunni.  Deiginu er hellt á pappírsklædda bökunarpötu og mótað í aflangan hleif, það er ágætt að þrýsta rauf niður í miðjuna á hleifnum með jarkanum á hendinni.  Þetta er gert til að jafna steikinguna og passa að það séu ekki loftgöt í miðjunni.  Hleifurinn er bakaður í 45-50 mín. og látinn standa í 10 mín., áður en hann er skorinn í sneiðar.

Hvítlaukssósa:  Suðan er látin koma upp á hvítlauknu í litlum potti, þá er hitinn lækkaður og látið malla í 15 mín., án þess að brúnast (þá verður hvítlaukurinn beiskur og vondur).  Hvítlaukurinn er tekinn úr olíunni og hún geymd (t.d. hægt að nota hana í vinagrette eða á pizzuna, hún er mjög bragðgóð).  Soð, smjör og hvítlaukurinn er sett í pott og soðið á lágum hita í 35-40 mín. þar til sósan þykknar.  Það er gott að stappa hvítlaukinn svolítið með gaffl til að hann maukist, saltað og piprað.  Svo er það þitt val hvað þú hefur með hleifnum, stappaðar kartöflur eða soðnar, baunir eða salat.

Verði þér að góðu :-)

Hakkið

Sósan

Comfort Food ❤️