Reyktur lax og egg, bakað í rúnnstykki

Það sem til þarf er:

F. 2

2 rúnnstykki með birki

2 egg

4 sneiðar reyktur lax

Smjör

Graslaukur eða vorlaukur

Það er orðið svolítið langt síðan ég hef gert eitthvað annað en að rista brauð, og smyrja það með marmelaði, á sunnudagsmorgnum.  Datt úr gírnum eins og stundum skeður, en hrökk í samband aftur og get gefið þessum rúnnstykkjum fullt hús stiga fyrir hvað þau eru einföld og góð.  Endilega prófaðu og sjáðu hvort þú ert ekki sammála mér :-)

En svona er þetta:

Ofninn er hitaður í 180°C. Lítið eldfast fat er smurt í botninn.  Lok er skorið ofan af rúnnstykkjunum, og þau geymd, en megnið af brauðinu úr neðri partinum er tekið innanúr.  Smjöri er smurt inní neðri hlutann á rúnnstykkjunum og hann kælddur með 2 sneiðum af reyktum laxi, sem er þrýst þétt inní  hliðarnar.  1 egg er brotið ofaní hvort rúnnstykki.  Lítið álpapppírslok er settlaust ofaná þau og þau bökuð í ofninum í 10-15 mín., eftir hvað þú vilt hafa eggið mikið eldað. Þegar rúnnstykkin eru borið á borð er loknunum skutlað í brauðristina og þau ristuð, söxuðum volauk eða graslauk dreyft ofaná eggin og lokunum tilt létt ofaná, salt og pipar eftir smekk hver og eins. 

Verði þér að góðu.. :-)

Á minn disk, takk 🧈🥚