Saffrankrans

Það sem til þarf er:

1 stk.

200 gr. smjör

1/2 L kaffirjómi

2 pokar þurrger

1 tsk. salt

150 gr. sykur

2 egg

1 1/2 gr. saffran (ca. 1 1/2 glas frá Pottagöldrum)

1 kg hveiti

Önnur jólasending sem ég fæ frá mömmu, á hverri aðventu er dásamlegt sænskt saffran-bauð.  Stundum fromar hún brauðið í krans, sem er einstaklega fallegt á borði.   Eins og þú veist, er saffran eitt dýrasta krydd veraldar.  Ekta saffran, eru handplokkaðir fræflar af saffran krókusnum.  Þeir viktar ekki mikið, svo það er ekki að undra að saffranið  kosti sitt.  Saffran er enn munaðarvara, hvað þá í den, þegar fólk var að gera virkilega vel við sig og  nota agnarögn af rándýru ilmandi kryddi til að gleðja bragðlaukana á jólunum.  Svíar baka saffranbollur  sem þeir  kalla Lussekatter  en Lúsíudagurinn er 13. desember :-)

Svona bakar mamma kransinn:

Öllum þurrefnunum er blandað vel saman.  Smörið er brætt í potti og mjólkin hituð útí, að  líkamshita. 1 egg er þeytt og því hrært útí mjólkina.  Blöndunni er hrært útí þurrefnin með sleif, þar til deigið hangir vel saman.  Þá er það hnoðað svolítið í skálinni og mótað í kúlu.  Rakur klútur er lagður yfir skálina og degið látið hefast á volgum stað í 1 klst.  Degið er hnoðað upp og því skipt í 3 jafna hluta (mamma vigtar þá til að hafa þá jafn stóra) og fléttar þá saman.  Svo er gengið fallega frá endunum, best að reyna að flétta þá inní.  Gott er að setja skál í miðjuna á, meðan brauðið hefast, svo hún haldi sér, í seinna hefuninni.  Skálin er svo fjarlægð þegar brauðið er bakað. Kransinn er settur á pappírsklædda ofnplötu, með raka klútinn yfir og látinn hefast áfram í 20 mín.  Ofninn hitaður í 200°C1 egg er þeytt og kransinn penslaður með því. Bakaður í 30 mín., kældur á grind.  Borinn fram með fullt af köldu smjöri.

Verði þér að góðu :-)

Fallegi saffran kransinn hennar Múttu 🥰💫