Andabringur með blómkálsmauki og estragonsósu

Það sem til þarf er :

F. 4

3-4 andabringur, afþýddar

Í blómkálsmaukið:

1 1/2 L kjúklingasoð

1 msk. smjör

60 gr. Parmesan ostur, rifinn fínt

Sjávarsalt og nýmalaður svatrur pipar

Í estragonsósuna:

1 1/2 msk. ólívuolía

Fínt saxað ferskt estragon, eftir smekk

1 dl majónes

Nokkrar msk. vatn

Í kryddjurtasalatið:

1/2 búnt fersk steinselja, saxað miðlungs gróft

1/2 búnt ferst dill, saxað miðlungs gróft

1/2 búnt kóríander, saxað miðlungs gróft

Hér er á ferðinni alveg yndislegur kvöldverður, sem er gaman að bjóða fjölskyldu eða gestum uppá.  Það eru alltaf til mjög góðar andabringur í búðunum og þær eru í miklu uppáhaldi hjá okkar fjölskyldu.  Það er hátíðlegt að bera þær á borð og það er auðvelt að elda þær.  Meðlætið er gómsætt og auðvelt að gera fyrir fram.  Endilega prófaðu ;-)

Svona geri ég:

Sósan:  Majónesið er hrært út með ólívuolíunni og þynnt með vatninu, þar til sósan er svipuð á þykkt og jógúrt.  Estragonið er saxað fínt og smakka til út í sósuna þar til þér finnst sósan bragðgóð.  Plast sett yfir skálina og henni stungið í ísskápinn þar til á að nota hana.  Það er gott að gera sósuna 1-2 tímum áður en á að nota hana

Ps.:  Ef þú færð ekki ferskt estragon, er upplagt að leggja þurrt estragon í olíuna og láta það trekkja þar í smástund. Það má líka auka bragðið með nokkrum dropum af Béarnaise essence og halda svo áfram með sósuna eins og að ofan.  Smakkað til þar til þú ert ánægð með bragðið.  

Blómkálsmaukið:  Blómkálið er brotið i litla hausa og sett í stóran pott.  Soðinu er hellt yfir og suðan látin koma upp og kálið soðið í 15 mín.  Þá er soðinu hellt af kálinu í gegnum sigti.  Kálið er sett í matvinnsluvél, ásamt parmesanostinum, smjörinu og salti og pipar,  Maukað vel þar til það er alveg slétt eins og flauel, smakkað til með auka osti, salti og pipar ef þarf.

Andabringurnar:   Ofninn er hitaður í 180°C.  Bringurnar eru þerraðar vel með eldhúspappír og skurðir skornir á ská ofan í húðina með beittum hníf,  salti er nuddað vel ofan í þær og piprað. Bringurnar eru settar á kalda pönnu, sem er síðan stillt á meðalhita og steiktar í 7-10 mín., með húðina niður, síðan er þeim snúið og steiktar í  nokkrar mínútur á hinni hliðinni.  Stungið í ofninn í um 8-10 mín., eftir stæð þeirra.  Bringurnar eru teknar úr ofninum og látnar hvílast í nokkrar mín.  Skáskornar í meðalþunnar sneiðar og bornar fram með blómkálsmaukinu, sósunni og kryddsalatinu.  Það skemmir ekki að bjóða upp á gott rauðvínsglas með.

Verði þér að góðu :-)

Sósan

Blómkálsmaukið

Andabringurnar

Gerðu vel við þig 🍷😘