Frönsk kjötsúpa með nautakjöti

Það sem til þarf er:

f. 4

400 gr. nautakjöt, í frekar þunnum sneiðum, munnbitastærð (ég notaði innanlærisvöðva)

2 msk. olía

1 laukur, saxaðður

1 búnt steinselja, söxuð stilkarnir með (smávegis geymt til skreytingar)

2 msk. tómatmauk

1 tsk. timian

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

2 lárviðarlauf

2 dl rauðvín

8 dl nautasoð (best er lífrænt í fernum)

2 gurætur, í bitum

4 miðlungs kartöflur, í bitum

1 blaðlaukur, vel þveginn og skoinn í sneiðar

100 gr. sveppir, þvegnir og skornir í sneiðar

3 sneiðar bacon (feitt), í bitum

2 hvítlauksrif, marin

Meðlæti:

Súrdeigsbrauð

Heimalagað pestó

Kalt smjör

Ég var með saumaklúbb um daginn. Það er alltaf svolítil pæling hvað maður á að bera á borð, það fer eftir tíma og nenningu hverju sinni. Ég var að fletta gömlum bókum og datt niður á þessa frábæru súpu, sem ég gerði oft í den, en gleymdist svo eins og gengur. Ég veit að margir eiga þessa bók einhverstaðar í eldhúshillunni hjá sér, svo ég hvet ykkur til að taka bókin fram og kíkja í hana. Bókin er "AF BESTU LYST no. 1" sem Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Lýðheilsustöð gáfu út 1993. Það var því óþarfi hjá mér að leita lengra, þetta lá inni.

Svona gerði ég:

Olían er hituð í stórum þykkbotna potti, og kjötið brúnað í stuttan tíma, litlir skammtar í einu svo þeir brúnist en soðni ekki, sett til hliðar. Laukur og steinselja er steikt þar til laukurinn er mjúkur, þá er kjötinu bætt útí pottinn ásamt tómatmauki, timian, lárviðarlaufi, soði, rauðvíni, salti og pipar og þetta látið malla við vægan hita í 50 mín. Kartöflurnar eru þvegnar vel og skornar í bita ásamt gulrótunum og bætt í súpuna og soðið áfram í 15 mín. Blaðlaukurinn er skoinn upp langsum og þveginn vel svo öll óhreinindi skolist af og hann er síðan skorinn í sneiðar, ásamt sveppunum og baconinu. Baconið er steikt í dropa af olíu, og fitan brædd úr því, svo það komi nægjanleg fita af því til að steikja sveppina, hvítlaukinn og púrruna úr henni. Því er svo öllu bætt útí pottinn, kryddað til, og restinni af steinseljunni dreyft yfir. Borin fram með súrdeigsbrauði, köldu smjöri og heimagerðu pestó. Glas af rauðvíni með súpunni, skemmir ekki.

Verði þér að góðu :-)

Hjartvæn ;-J