Pönnusteikt bleikjuflök með möndlusmjöri

Það sem til þarf er:

f. 4

1/4 bolli hveiti

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. pipar

4 meðalstór bleikjuflök

2 msk. ólífu olía

100 gr.smjör

1/2 bolli möndluflögur

2 msk. sítrónusafi

Meðlæti:

Franskar kartöflur

Sítrónubátar

Spínatlauf

Kirsuberjatómatar

Það eru til svo falleg bleikjuflök hjá fisksalanum þessa dagana, svo ég ákvað að grípa tækifærið og gera einn af mínum uppáhalds fiskréttum. Mér finnst ómissandi að hafa góðar "franskar" með.

Svona geri ég:

Ofninn hitaður og frönsku kartöflurnar steiktar skv. leiðbeiningum á pokanum. Hveiti, salti og pipar er blandað saman á grunnan disk. Roðið á flökunum er skafið vel með bakinu á hníf og þeim síðan velt uppúr kryddaða hveitinu, umfram hveiti er hrist vel af. Olían og þriðjungur af smjörinu er hitað á stórri pönnu og flökin steikt þar til þau eru gyllt og gegnsteikt, haldið heitum. Restin af smjörinu er brætt á pönnunni og möndlurnar steiktar gylltar, þá er sítrónusafanum hellt á pönnuna. Borið fram með frönskum kartöflum spínatsalati og sírtrónubátum.

Verði þér að góðu :-)

Svo góður réttur..