Oreo súkkulaði silki pæ

Það sem til þarf er:

F. 8-10

Í botninn:

270 gr. fín muldar Oreo kökur (ca. 24 stk. nota kex og krem)

4 msk. smjör, brætt1/2 tak. salt

Í súkkulaði eggjakremið:

100 gr. sykur

3 msk. maís mjöl

2 msk. kakóduft

¾ tsk. salt

7 dl mjólk

6 stórar eggjarauður

220 gr. suðusúkkulaði

2 msk. smjör, skorið í litla bita

1 tsk. vanilludropar

Á toppinn:

1 peli rjómi

1 msk. flórsykur

Muldar Oreo kökur

Skrautsykur

Blæjuber

Sjúklega góð.... Er í lagi að taka svoleiðis til orða? Ok, hún er það. Bónusinn við hana, fyrir utan að vera sjúklega góð, er að hún er auðveld og má gera daginn áður, jafvel tveim. Hvort sem þú notar hana sem eftirrétt eða setur á kaffiborðið, slær hún í gegn. Prófaðu endilega, hvað er betra en Oreo kex, rjómi, egg og enn meira súkkulaði, jummý ;-)

Svona geri þú:

Botninn: Ofninn er hitaður í 180°C. Oreo kökurnar eru muldar í fína mylsnu í matvinnsluvél. Brædda smjörinu er blandað, ásamt salti út í, er blandað saman við kökumylsnuna. Mylsnunni er hellt í lausbotna pæ form og jafnað og pressað inn í formið, á botninn og upp hliðarnar. Mér finnst gott að nota glas með flötum botni til að jafna yfirbotninn og þrýsta mylsnunni þétt niður. Botninn er bakaður í12mín., kældur.

Súkkulaði eggjakemið: Sykri, kakói, salti og maís mjöli er sigtað saman í meðal stóran potti. Smáslurk af mjólkinni er hrært út í svo það verði að þykku kekkjalausu mauki. Restinni af mjólkinni er hellt út í og hrært viðstöðulaust í á meðan. Eggjarauðunum er hrært út í og blandan er hituð við meðalhita þar til hún þykknar og rétt sýður ca. 8-9 mín. Látin malla mjög rólega í 1 mín. og hrært í viðstöðulaust á meðan. Sigti er sett yfir stóra skál og blöndunni hellt í gegnum sigtið og ýtt á eftir henni með sleikju og ef það eru kekkir ísigtinu er þeim hent. Súkkulaði er hrært út í og látið standa í 1 mín. Síðan er hrært vel í svo allt blandist vel saman, kælt lítillega. Súkkulaði eggjakreminu er hellt í pæskelin og plast filma er sett lauslega yfir skelina og hún kæld ísskáp í allavega 6 tíma, eða yfir nótt. Þegar á að bera pæið fram er það tekið úr ísskápnum 1 klst. Áður. Rjóminn er þeyttur með flórsykrinum og vanilludropunum og jafnað yfir pæið. Síðan er skreytt með muldum Oreo kökum, skrautsykri og blæjuberjum.

Verði þér að góðu :-)

Sjúklega silki mjúk 💛💚